Færsluflokkur: Íþróttir

Sigur gegn fh í dag.

stebbifraapatilhandbÍ dag spiluðum við 3 og síðasta leikinn í Hafnarfjarðarmótinu 2011. Eins og alltaf þegar Haukar og fh mætast þá eru það miklir baráttuleikir og þessi var engin undantekning. Fyrrihálfleikur var nokkuð jafn en í stöðunni 10-8 fyrir okkur fengum við ótal tækifæri til að komast vel yfir en fh-ingar geta þakkað öðrum markverði sínum að svo var ekki, hann varði einhverja 5 bolta í röð. Staðan var svo 11-10 okkur í vil þegar koma að hálfleik. Í seinnihálfleik héldum við áfram að spila fanta góða vörn og áttu þeir fá svör við henni ásamt því að Birkir varði vel í rammanum. Leikurinn endaði svo 25-20 fyrir okkur í Haukunum og erum við því með yfirhöndina í baráttunni um Hafnarfjörð :).

Stefán Rafn var markahæstur með 6 mörk og næstur kom Sveinn með 5. Stefán Rafn var svo valinn í úrvalslið mótsins í vinstri skyttu (annað árið í röð).

Næsta æfingamót hjá okkur er fyrstu helgina í september þegar við tökum þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi. Helgina þar á eftir förum við til Akureyri til að taka þátt í móti.

 


Tveim leikjum lokið í Hafnarfjarðarmótinu.

rutan hjá GuifNú höfum við haukamenn spilað tvo leiki í Hafnarfjarðarmótinu sem fram fer í íþróttahúsinu á Strandgötu. Í gær sigruðum við Valsmenn 23-20 þar sem við höfðum undirtökin nánast allan leikinn. Gylfi og Sveinn skoruðu 5 mörk hvor.

Í dag spiluðum við svo gegn Sænska liðinu Guif og þar höfðu þeir sænsku yfirhöndina og náðum við mest að minnka munin í 1 mark í seinnihálfleik en á endanum unnu þeir 3 marka sigur. Stefán Rafn skoraði 7 mörk og Freyr 4.

Næsti leikur er gegn fh á morgun laugardag kl.16.


Hafnarfjarðarmótið 2011 um helgina

Á morgun fimmtudag hefjum við Haukamenn leik í Hafnarfjarðarmótinu. Fyrsti leikur okkar er gegn Val og hefst hann kl.20. Á undan fer fram leikur fh-Guif (frá Svíþjóð).

Á föstudeginum leikum við svo við Guif og hefst hann kl.18:00. Síðasti leikur okkar í mótinu er svo gegn fh og hefst sá leikur kl.16:00. 

Vonum að sem flestir láti sjá sig enda er frítt inn á alla leikina.

Af leikmannamálum þá höfum við fengið 4 nýja leikmenn frá því í fyrra en það eru Nemanja örvhent skytta, Matthías línumaður Árni Steinn örvhentur hornamaður/skytta og Gylfi Gylfa örvhentur hornamaður. 


Nýtt undirbúningstímabil hafið.

Undirbúningur fyrir tímabilið 2011-2012 er hafin og má segja að það hafi hafist í maí.

Erum komnir með Aron aftur sem þjálfara sem er mjög gott.

Leikmenn sem fara eru: Björgvin Þór, Guðmundur og Einar Örn.

Leikmenn sem koma eru: Árni (hægra horn), Matthías Árni (lína/skytta) og örvhent skytta.

Svo eru þó nokkuð af ungum leikmönnum úr 2 og 3. flokki sem fá tækifæri í haust.

 


Upprifjun á tímabilinu + Lokahóf Hauka

Þá er þessu tímabili lokið og því við hæfi að fara aðeins yfir farin veg.

Tímabilið byrjaði vel með þar sem við unnum Hafnarfjarðarmótið og urðum í 2.sæti á Ragnarsmótinu. Því næst unnum við fyrsta og jafnframt eina titil tímabilsins þegar við lögðum Valsmenn um Meistararmeistarana. Þannig að við vorum allavegna ekki alveg titlalausir :)

Við tókum þátt í evrópukeppninni eins og undanfarin ár og þar unnum við ítalska liðið Conversano hér heima í tveimur leikjum. Fyrsti leikurinn fór 33-30 en seinni leikurinn var tekin með trompi 40 - 27. Næsti mótherji var svo þýska liðið Grosswallstadt og spiluðum við fyrsta leikinn á útivelli þar sem við áttum skínandi leik sem þó tapaðist 24-26. Í seinnileiknum hér heima áttum við aldrei möguleika og töpuðum við honum 17-28. Þess ber þó að taka fram að Gorsswallstadt er komið í úrslit keppninar. 

Að deildinni hér heima þá vorum við allt of mistækir og unnum annan hvern leik. Komumst þó í undanúrslit deildarbikarsins þar sem við mættum einfaldlega illa undirbúnir og metnaðalausir til leiks gegn Akureyri en þeir rúlluðu okkur upp í þessum leik. 

Bikarkeppnin kom þarna á milli og þar unnum við ibv b í vestmanneyjum en duttum svo út í 8 liða úrslitum gegn Fram í miklum spennuleik 31-32. 

Það sem eftir var af mótinu þá héldum við áfram að spila undir getu og á endanum komumst við ekki í úrslitakeppnina. 

Nú er bara undirbúningur hafin fyrir næsta tímabil og koma leikmenn úr 2.flokki til æfinga í þessari viku eftir að hampað Íslandsmeistaratitlinum annað ári í röð. Svo sannalega efniviður til staðar fyrir næsta vetur. 

Síðasta laugardag var svo lokahóf okkar Haukamanna og þar fengu eftirfarandi einstaklingar verðlaun.

stebbi

Í 2.flokki var mestu framfarir Stefán Rafn Sigurmannsson og Heimir Óli var valinn bestur.heimiroli

einarHaukar í horni (stuðningsmanna félag Hauka) veitti honum Einari Erni Jónssyni verðlaun sem besti leikmaður að mati stuðningsmanna.

Tjörvi Þorgeirsson var valinn bjartasta vonin hjá meistaraflokki. tjorvi

freyrFreyr Brynjarsson var svo valinn besti leikmaðurinn í meistaraflokki.  


Enn eitt jafnteflið fyrir Austan fjall

gummiÞað á ekki af okkur að ganga þegar við spilum við Selfoss. Við höfum núna mætt þeim 4 sinnum í vetur og höfum við tapað einum, unnið einn og núna í þessum mánuði gert 2 jafntefli gegn þeim. Við byrjuðum betur í leiknum og náðum góðu forskoti 11-5 um miðjan fyrrihálfleik en við náðum ekki að fylgja því eftir og þeir jöfnuðu 13-13. Staðan í hálfleik var svo 17-15 okkur í vil. Í seinni hálfleik tók við aragrúi af mistökum og lélegum skotum ásamt því að skjóta tjorvibara framhjá markinu. Þegar ein mínúta var eftir voru Selfyssingar 2 mörkum yfir og einum manni færri. Við náðum að nýta okkur liðsmuninn og skora 2 síðustu mörkin og jafntefli staðreynd 31-31. Ég verð að undra mig á því hvers vegna Selfoss hefur ekki tekið fleiri stig í vetur, eru með hörku skyttur, fína hornamenn og miðjumann sem dreifir boltanum vel ásamt því að taka af skarið þegar þess ber undir. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekkert séð aðra leiki en þá leiki sem þeir spila gegn okkur og því skil ég ekki afhverju þeir hafi ekki náð að landa fleiri stigum sérstaklega á Selfossi. Kannski eru þeir extra módiveraðir vitandi þess að þeir séu að fara mæta núverandi íslands og bikarmeisturum, ekki mitt að svara. Það sem mér helst dettur í hug er að þeir hafi ekki náð nógu stöðugri markvörslu. Voru með Basta á bekknum í gær sem var svo sannalega betri en enginn. Eru reyndar líka að fá á sig duglega mikið af mörkum eða 481 mark sem gerir 32 mörk að meðaltali í leik, sem er bara allt of mikið. Af sama skapi þá eru þeir líka búnir að skora mikið eða 422 mörk (28 mörk í leik) sem er það 5 besta í deildinni. Það er alveg ljóst að með betri vörn og markvörslu væru þeir búnir að vinna mun fleiri stig.

Næsti leikur hjá okkur er gegn sterku liði Aftureldingar sem unnu Fram í þessari sömu umferð. Sá leikur fer fram í Mosó og verður án efa hörkuleikur. Sá leikur fer ekki fram fyrr en 3.mars vegna bikarúrslita næstu helgi.


Umferð 2 lokið með sigri. - Röðun í 3.umferð klár.

bjoggiÞað vannst gríðalega mikilvægur sigur í kvöld þegar við Haukamenn fórum í heimsókn í Safamýrina. Við byrjuðum mun betur og spiluðum fanta vörn ásamt því að keyra vel á þá. Staðan í hálfleik var 18-13 okkur í vil. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en við náðum að landa góðum sigri 33-28. Björgvin var heitur ásamt því að Gummi nýtti vel færin sín og skoraði úr 5 af 7 vítum í leiknum. Báðir settu þeir 11 mörk. Birkir Ívar og Aron Rafn stóðu fyrigummir sínu og vörðu mjög vel í leiknum og oft úr dauðafærum. Margir leikmenn að stíga upp en þó eigum við Haukamenn einhverja inni sem eiga án efa eftir að sýna hvað í þeim býr.

 

Nú eru tvær af þremur umferðum lokið og við erum sem stendur í 5.sæti. 3.umferð raðast því upp fyrir okkur Haukamenn eftirfarandi.

1.umferð: Selfoss - Haukar

2.umferð: Afturelding - Haukar

3.umferð: Haukar - HK

4.umferð: Akureyri - Haukar

5.umferð: Haukar - Fram

6.umferð: fh - Haukar

7.umferð: Haukar - Valur


Fram í hnotskurn!!!

Þetta mál finnst mér alveg ótrúlegt. Að Fram skuli leggjast svo lágt að kæra það að Markús sé ekki með leikheimild. Markús er Valsari og spilaði síðast með Val, það er ekki eins og hann sé skráður í annað félag heldur er þetta spurning hvort HSÍ hafi gefið honum heimild til að spila aftur með Val. Enn og aftur er Fram að kæra og finnst mér þetta skítt og kannski Fram í hnotskurn. Vilja leikmenn Fram í alvöru taka þátt í þessum skrípaleik? og ef þeir vinna þá fara þeir í Bikarúrslit þó svo að þeir eigi ekki skilið að vera þar. Vona að það verði Valur- Akureyri í úrslitum ef ekki þá Áfram Akureyri.
mbl.is Fram heldur áfram með kærumálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin hliðin - Jónatan Ingi Jónsson

Fullt nafn: Jónatan Ingi Jónsson

Gælunafn:  Tanni

Aldur: 23

Giftur / sambúð?  Sambúð með Guðlaug Björg


Börn: Er á leiðinni

Hvað eldaðir þú síðast?  Man ekki alltof langt síðan

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepp, skink og piparost

Uppáhaldssjónvarpsefni? Með Harpix í hárinu

Besta bíómyndin? Klovn the movie og http://www.imdb.com/images/b.gifThe Expendables
http://www.imdb.com/images/b.gif
Uppáhaldsútvarpsstöð: Allar

Uppáhaldsdrykkur? Bjór  og coke

Uppáhalds vefsíða? Haukamenn.blog.is, visir.is, mbl.is, og sport.is

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Spila alltaf í sömu sokkunum

Hvernig er best að pirra andstæðinginn?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Man-u

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Tiger woods en hann misti það þegar hann hætti að spila 19 holu

Erfiðasti andstæðingur? Aron Rafn


Ekki erfiðasti andstæðingur? Birkir Ívar

Besti samherjinn?

Sætasti sigurinn? Á Fh í bikarnum í fyrra

Mestu vonbrigði?

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool

Uppáhaldshandknattleiksmaður? Beggi

Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar?Ólafur indriði

Grófasti leikmaður deildarinnar? Það er enginn sem ég man eftir

Besti íþróttafréttamaðurinn? Einar örn á þetta skuldlaust

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Þórður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: spiluðum á móti Haukar 2 og Aron kristjáns var þar á miðjunni og hann pikkar í mig og segir ég gef á þig boltan og um leið og þið ætlið að keyra í hraðarupplaup þá gefur þú á mig til baka og ég gerði það og hann skoraði

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Var í 2 flokk

Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Fínt eins og þetta er

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Bo hall og frostrósir

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? upphitun

 

Hver er slakastur  í fótbolta á æfingum? Heimir óli

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Klara í Charlies

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Hafnarfjörður

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Jordan, Tiger og síðan er Messi að koma sér helvíti ofarlega

Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fótbolta

Í hvernig skóm spilar þú? Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Nátturufræði


Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Bara eitthvað voðalega skemmtilegt

Vandræðalegasta augnablik? Man ekki eftir neinu í augnablikinu

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: ég er með tatto á rassinum

Óvægin ummæli um vin okkar

Ég tel mig knúin til að ræða um það sem annar bloggari hefur skrifað hér um hann Gísla Jón. Þessi viðkomandi bloggari er að skrifa um handbolta almennt og þá aðallega um þýska boltann. Það sem þessi einstaklingur hefur svo skrifaðu um þegar Haukar eru annars vegar er ekkert annað en óvægin og greinileg afbrýðissemi gagnvart Haukunum. Ég skrifaði á síðuna hans og gagnrýndi þessa umfjöllun hans á vini mínum honum Gísla Jóni. Nú er svo komið að þessi bloggari getur greinilega ekki tekið því sem ég sagði en þar kom ég því fram að hann (bloggarinn) hefði greinilega engan áhuga á að vita afhverju Gísli Jón hefur ekki verið í hóp hjá okkur Haukunum heldur býr hann bara til einhverja steypu sem hentar honum. Varðandi þolið hjá Gísla þá er hann í flottu formi og hefur sjaldan verið í betra líkamlegu formi. Víst þessi blessaði bloggari þolir ekki að hafa þessar athugasemdir sem ég sagði og er hann einnig búin að loka á að haukamenn.blog geti sett athugasemdir þá ætti hann að sjá að sér og taka þessa óvægnu og ósanngjörnu bloggfærslu út af síðunni.

Kv. Freyr Brynjarsson


mbl.is Gísli lánaður frá Haukum til ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband