Umferð 2 lokið með sigri. - Röðun í 3.umferð klár.

bjoggiÞað vannst gríðalega mikilvægur sigur í kvöld þegar við Haukamenn fórum í heimsókn í Safamýrina. Við byrjuðum mun betur og spiluðum fanta vörn ásamt því að keyra vel á þá. Staðan í hálfleik var 18-13 okkur í vil. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en við náðum að landa góðum sigri 33-28. Björgvin var heitur ásamt því að Gummi nýtti vel færin sín og skoraði úr 5 af 7 vítum í leiknum. Báðir settu þeir 11 mörk. Birkir Ívar og Aron Rafn stóðu fyrigummir sínu og vörðu mjög vel í leiknum og oft úr dauðafærum. Margir leikmenn að stíga upp en þó eigum við Haukamenn einhverja inni sem eiga án efa eftir að sýna hvað í þeim býr.

 

Nú eru tvær af þremur umferðum lokið og við erum sem stendur í 5.sæti. 3.umferð raðast því upp fyrir okkur Haukamenn eftirfarandi.

1.umferð: Selfoss - Haukar

2.umferð: Afturelding - Haukar

3.umferð: Haukar - HK

4.umferð: Akureyri - Haukar

5.umferð: Haukar - Fram

6.umferð: fh - Haukar

7.umferð: Haukar - Valur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband