Færsluflokkur: Íþróttir

Sigur í Safamýrinni

Á fimmtudaginn síðastliðin mættust topplið deildarinnar og það mátti vita að þessi leikur yrði spennandi. Það byrjaði þó ekki þannig þar sem við Haukamenn byrjuðum mun betur og skorðuðum 5 fyrstu mörkin. Eftir það slökuðum við örlítið á og Fram komst inn í leikinn og á tímabili í fyrrihálfleik komut þeir yfir en staðan í hálfleik var svo 13-13.

Í seinni hálfleik hófu Framarar leikinn betur og komust í 17-14. Það var í þessari stöðu sem við breyttum um vörn og stuttu eftir það kom Birkir Ívar inn í markið. Þetta tvennt ásamt því að spila agaðan sóknarleik varð til þess að við náðum yfirhöndinni og í stöðunni 21-20 vorum við einu yfir eða fram búið að jafna. Í stöðunni 25-25 og 3 mín eftir náðum við að halda þeim frá markinu og áttum svo síðustu sóknina í stöðunni 25-26 þar sem Gylfi tryggði okkur sigurinn og lokatölur því 25-27. 

Í fyrrihálfleik átti Aron Rafn fínan leik en í þeim seinni kom Birkir virkilega sterkur inn. 

Varnarleikurinn var öflugur og hefur verið það í vetur. Við höfum aðeins fengið á okkur 23 mörk að meðaltali í leikjunum 8. 

Næsti leikur er gegn Gróttu á heimavelli okkar, en þar á eftir förum við í heimsókn á Hlíðarenda að spila í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarsins. 

Maður leiksins var Heimir Óli en hann nýtti færin sín fullkomnlega og greip allt sem á hann var kastað. 

Markaskor: Gylfi 8, Heimir 6, Tjörvi 5, Freyr 4, Svenni 3, Nemanja 1.


Góður sigur á HK

aronrafnÍ dag vannst góður sigur gegn kópavogsbúum. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur þar sem HK náðu nokkrum hraðupphlaupum ásamt því að varnarleikur okkar var ekki góður. En fljótlega náðum við áttum og náðum að bæta vörnina ásamt því að Aron Rafn fór að verja vel. Við náðum að komast yfir og staðan var 12-11 okkur í vil þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik byrjuðu HK menn betur en við vorum einum færri fyrstu 1.30 sek ogGylfi það nýttu HK menn sér og komust yfir. Í stöðunni 15-15 náðum við nokkrum góðum vörnum ásamt að Aron Rafn varði eins og engin væri morgundagurinn. Við náðum 3 marka forskoti 20-17 þegar lítið var eftir og í stöðunni 20-18 vorum við 2 færri en náðum að fiska vítakast sem Stefán Rafn skoraði úr. Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark þegar um 1 mín var eftir en við náðum að skora þegar um 20 sek voru eftir og Nemanja Malovicþar var Nemanja að verki og úrslitin ráðin. HK náði þó að minnka muninn með síðasta marki leiksins og lokastaðan var því 22-21 okkur í vil. 

Frábær varnarleikur ásamt frábæri markvörslu hjá Aroni Rafni skilaði þessum sigri í dag. 

Næsti leikur er á fimmtudaginn gegn Fram en þeir sitja á toppi deildarinnar með sama stigafjölda og við en þeir eru með betri einbyrðis gegn okkur.

Maður leiksins er klárlega Aron Rafn en Gylfi kemur þar rétt á eftir. 

 Áfram Haukar.

p.s. svo vann Liverpool Chelsea í dag og því tvöfaldur sigur. :)


Sigur í eyjum.

Í gær lögðum við loksins af stað til eyja eftir að sumir af leikmönnum höfðu verið farni í loftið daginn áður og ekki getað lent vegna þoku, og því var leiknum frestað.  Það má með sanni segja að okkar hafi beðið mjög svo óvinveittur heimavöllur en áhorfendur mynda magnaða stemmningu í litla salnum í Vestmanneyjum. Mikill hávaði var þegar við vorum í sókn en svo sló á dúna logn meðan ÍBV var í sókn. Mjög furðuleg upplifun og mætti halda að það væri þagnarbindindi í gangi þegar heimamenn voru í sókn og sá fyrsti sem vogaði sér að tala yrði um leið hent út af Steina frænda.

Leikurinn var jafn og sóknarleikur var lélegur hjá báðum liðum. Eyjamenn komust yfir undir lok fyrrihálfleiks og var staðan 10-9 fyrir heimamenn. Í seinni hálfleik náðum við undirtökunum og leiddum bróðurpartinn af honum. Við nýttum okkur vel að vera manni fleiri og skoraði Gylfi einhver 6 mörk í seinni hálfleik eftir stimplun í hornið. Eyjamenn hafa á að skipa góðu liði og ef þeir spila áfram svona vörn þá stoppar þá ekkert lið í 1.deildinni. Þess ber að geta að Pétur Páls gat ekki tekið þátt í þessum leik og er það mál manna að hann hafi einfaldlega hrökklast undan þegar hann sá að við vorum með mynd af Didda með okkur. Pappakassi þessi Pési.

Næsta verkefni hjá okkur í bikarnum er Valur og fer hann fram á Hlíðarenda 4 eða 5. desember.  Næsti leikur okkar í deildinni er gegn HK á sunnudaginn en sá leikur er einmitt sjónvarpsleikur, þannig að það er spurning um að Stebbi (a.k.a. Anton) fari í svo til einn ljósatíma.

Markahæstur í leiknum gegn ÍBV var Gylfi með 9 mörk. Aðrir miklu minna.


Eimskipsbikarinn

Þá fer að líða að því að við Haukamenn tökum þátt í bikarkeppni HSÍ og við fáum það verðuga verkefni að mæta Eyjamönnum og það í Vestmanneyjum. Eyjamenn trjóna á toppi 1.deildar og virðast vera fara beinustu leið upp í efstu deild. Við hittum þar fyrir nokkra Haukamenn sem hafa hampað Íslandsmeistaratitlum með okkur undanfarin ár.

Arnar PéturssonFyrstan ber að nefna harðjaxlinn og núverandi þjálfara eyjamanna Arnar Pétursson. Addi P eins og hann er kallaður a.k.a. man of steal verður án efa búin að efla sína menn og ef þeir hafa hans baráttu þá er eins gott að við mætum tilbúnir til leiks.Gísli Jón Þórisson

Næstur í röðinni er Gísli Jón Þórisson en hann fór yfir til eyjamanna um síðustu áramót og er að stýra sóknarleik þeirra ásamt því að vera góður varnarmaður. Gilli John a.k.a. áégadlemjaþig verður án efa erfiður í þessum leik.

Síðast en ekki síst er það Pétur nokkur Pálsson línu(lukku)tröll og húmoristi með meiru. Pétur var einn af okkar lykilmönnum þegar við lönduðum Íslands og bikarmeistaratitli 2010. Pétur meiddist nýverið og talið var að hann myndi ekki spila en samkvæmt áræðanlegum heimildum þá er Pétur búin að Pétur Pálssonláta sprauta sig og ætlar að spila þenna leik. Pétur er harður en við ætlum að taka Didda með í ferðina, en fyrir þá sem ekki vita þá er Diddi kryptonitið sem getur hugsanlega stoppað Pésa. 

Við hlökkum til að hitta haukamennina og fá að taka á þeim. 

Leikurinn fer fram þriðjudaginn 15.nóvember í Vestmanneyjum og hefst hann kl.19.


Sigur, sigur og aftur sigur.

GylfitjorviÍ kvöld unnum við okkar 4 sigurleik í röð þegar Valsmenn mættu í heimsókn. Valsmenn byrjuðu betur en við komumst fljótlega inn í leikinn og náðum 3 marka forskoti fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og leiddum leikinn í 2-4 mörkum en í stöðunni 29-25 tóku Valsmenn smá kipp eftir að við vorum einum færri. Þeir  náðu að minnka muninn í eitt mark en þá settum við í lás og skoruðum næstu 5 mörkin og sigur vannst 34-28. Góður sóknarleikur og góð nýting úr færunum var lykilinn að sigri okkar í kvöld. Tjörvi stjórnaði sókninni að stakri snilld og setti 8 mörk og Gylfi var með frábæra nýtingu úr horninu og í vítunum en hann skoraði 9 mörk.

Eins og fyrr segir þá höfum við unnið nokkra leiki í röð en síðustu tveir leikir á móti Akureyri og Aftureldingu voru seiglu sigrar og það má með sanni segja að við séum að spila vel á liðsheildinni og sigurviljinn er til staðar eins og sést á úrslitum þessara leikja. 

Næsti leikur aftur á móti er leikur leikjanna þegar við förum í heimsókn í kaplakrika og tökum á fh-ingum. Sá leikur verður ekki fyrr en 13.nóvember þar sem landsliðið hittist til æfinga. Það þarf ekki að taka það fram að það er skyldumæting á þennan leik. 

Áfram Haukar.


4 leikir 3 sigrar

birkir

Í kvöld vannst mjög góður sigur á liði Akureyrar og var þetta 3 sigur okkar í deildinni úr fyrstu 4 leikjunum.

Leikurinn í kvöld var jafn en við leiddum þó allan leikinn og Akureyri jafnaði fyrst í stöðunni 20-20. Í fyrrihálfleik höfðum við yfirhöndina og vorum komin í 13-10 en þá kom slæmur kafli hjá okkur og þeir minnkuðu munin í eitt mark fyrir hlé og var staðan í hálfleik 14-13. 

Í seinnihálfleik ætluðum við ekki að mæta eins og við gerðum á móti Fram í síðasta heimaleik. Í kvöld mættum við ákveðnir og skoruðum 2 fyrstu mörkin. Í stöðunni 16-14 voru 3 haukamenn reknir útaf með stuttu millibili en við létumheimiroli það ekki slá okkur út af laginu og unnum við þennan kafla 2-0 og náðum 4 marka forustu 18-14. Eftir að við fengum alla okkar leikmenn inná þá gáfum við eftir og þeir komust inn í leikinn aftur og eins og fyrr segir jöfnuðu 20-20. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en við náðum að innbyrða sigur 23-22. Birkir Ívar átti frábæran leik og megum við þakka honum að við kláruðum þennan leik ásamt því að Heimir Óli átti mjög góðan leik í sókninni og skoraði 7 mörk en hann skoraði einmitt síðasta mark leiksins og tryggði okkur sigur. 

Næsti leikur er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ næsta fimmtudag. 

Markaskorun: Heimir Óli 7, Tjörvi 4, Stefán 3, Freyr 3, Nemanja 3, Þórður 2, Gylfi 1. 

Birkir varði 18 samkvæmt mbl. ( en Hörður skráði bara 12 varða) við trúum frekar Herði ;)


Tveim leikjum lokið í N1- deildinni

Þá höfum við Haukamenn hafið keppni í N1-deildinni. Fyrsti leikur var gegn HK í Digranesinu. Sá leikur var jafn lengi vel en í seinni hálfleik sigldum við fram úr og sigruðum örugglega 28-22. Nemanja var markahæstur og skoraði 12 mörk úr 15 skotum ásamt því að eiga fjölmargar stoðsendingar.

Í gær mættu við svo Frömmurum að Ásvöllum. Við hófum hann mjög vel í fyrrihálfleik og leiddum 13-10. Í seinni hálfleik skoruðum við einungis 1 mark á fyrstu 16 mín leiksins og þá voru þeir búnir að skora 10. Eftir það tókum við aðeins við okkur og náðum að minnka muninn niður í eitt mark og fengum tækifæri á að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og við töpuðum þessum leik með minnsta mun. Markahæstir voru Stefán Rafn með 6 og Freyr með 5. 

Næsti leikur er gegn Gróttu á Seltjarnarnesi næstkomandi fimmtudag. 


Úrslitaleikur gegn Val laugardag kl.14

Hér fyrir norðan er notalega kalt í veðri og við haukamenn erum í góðu yfirlæti á gistiheimili Akureyrar sem er staðsett downtown. Hér erum við tveir og tveir saman í herbergi þar sem einungis RÚV næst á 14 tommu sjónvarpinu.

Við mættum hingað norður á fimmtudag og spiluðum strax leik kl.21 á móti ÍR. Sá leikur hófst vægast sagt illa hjá okkur og ÍR-ingar komu sterkir til leiks og náðu fljótlega 5-1 forustu. Við vorum mjög lengi í gang en náðum þó að minnka muninn í 1 mark fyrir hlé (12-13). Í seinni hálfleik vorum við betri og náðum fljótlega 6 marka forustu, leikurinn endaði svo með sigri okkar 28-22.

Í dag spiluðum við svo tvo leiki, við Aftureldingu kl.16 sem við unnum örugglega með 9 mörkum 31-22 og svo kl.19 mættum við Stjörnunni sem var líka engin fyrirstaða. Þessi úrslit þýða það að við mætum Val í úrslitum mótsins á morgun kl.14. En Valsmenn hafa einnig unnið alla sína leiki á þessu móti.

Nokkrir einkahúmors frasar: Vítaskyttan, Vippan, Atvinnumaðurinn, Rassskelling og Halli vs Fúsi.

Kv. FB


2.sætið annað mótið í röð.

Þá er Ragnarsmótinu lokið og því miður þá kom það í okkar hlut að tapa úrslitaleiknum gegn HK. Leikurinn var jafn í fyrrihálfleik og staðan 13-13 að honum loknum. Í seinni hálfleik náðu kópavogsbúar fljótt 3 til 4 marka forustu og héltu henni mest allan leikinn. Á loka kaflanum gáfumst við einfaldlega upp og þeir sigruðu örugglega 29-22.

Þetta þýddi 2.sætið og erum við því búnir að landa tveimur 2.sætum en við urðum einmitt einnig í sæti 2 á Hafnarfjarðarmótinu. 

Næsta mót er í vikunni þegar við förum Norður og keppum í móti á vegum handknattleiksdeildar Akureyrar. Fyrsti leikur okkar er á fimmtudagskvöldið kl:20:30 gegn ÍR. 


Ragnarsmótið hafið.

einarpeturÍ gær hófum við Haukamenn leik í Ragnarsmótinu á Selfossi. Fyrsti leikur okkar var gegn Fram og þar fórum við með sigur á hólmi 28-22. Í kvöld mætum við svo Gróttu kl.20.

Á laugardaginn verður svo leikið um sæti.

Stefán Rafn var markahæstur með 7 mörk og Einar Pétur kom skammt á eftir meðstebbiplokk 5. 

Aron Rafn varði vel í markinu og var með yfir 20 bolta skráða.

Í hinum riðlinum eru Selfoss, Afturelding og HK.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband