Sigur gegn fh í dag.

stebbifraapatilhandbÍ dag spiluðum við 3 og síðasta leikinn í Hafnarfjarðarmótinu 2011. Eins og alltaf þegar Haukar og fh mætast þá eru það miklir baráttuleikir og þessi var engin undantekning. Fyrrihálfleikur var nokkuð jafn en í stöðunni 10-8 fyrir okkur fengum við ótal tækifæri til að komast vel yfir en fh-ingar geta þakkað öðrum markverði sínum að svo var ekki, hann varði einhverja 5 bolta í röð. Staðan var svo 11-10 okkur í vil þegar koma að hálfleik. Í seinnihálfleik héldum við áfram að spila fanta góða vörn og áttu þeir fá svör við henni ásamt því að Birkir varði vel í rammanum. Leikurinn endaði svo 25-20 fyrir okkur í Haukunum og erum við því með yfirhöndina í baráttunni um Hafnarfjörð :).

Stefán Rafn var markahæstur með 6 mörk og næstur kom Sveinn með 5. Stefán Rafn var svo valinn í úrvalslið mótsins í vinstri skyttu (annað árið í röð).

Næsta æfingamót hjá okkur er fyrstu helgina í september þegar við tökum þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi. Helgina þar á eftir förum við til Akureyri til að taka þátt í móti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband