Færsluflokkur: Íþróttir
16.12.2010 | 22:54
Komin tími á færslu. Jafntefli í kvöld.
Það var löngu tímabært að setja inn færslu á þessa síðu. Hef ekki verið nógu duglegur undanfarið. Við spiluðum gegn Akureyri í kvöld og endaði hann 23-23. Við áttum að klára þennan leik en getum svo sem verið þokkalega sáttir við stigið þegar á heildina er litið. Vörnin var góð og Birkir var mjög öflugur fyrir aftan. Sóknarlega var Þórður góður og Tjörvi kom sterkur inn í seinnihálfleik.
Nú erum við búnir að spila ansi marga leiki í nóvember og desember. Eftir leikina gegn Grossó hefur leikur okkar farið upp á við og við erum klárlega að komast í okkar form sem skilaði okkur titlunum í fyrra. Eftir úrslitin í kvöld er það ljóst að við förum í deildarbikarinn milli jóla og nýárs en þeir fara fram 27 og 28.desember. Í undanúrslitum mætum við Akureyri og svo fáum við Fram eða fh í úrslitaleik ef við vinnum okkar leik þ.e.a.s.
Staðan í deildinni er þokkaleg en aðsjálfsögðu vildum við vera ofar. Við erum 6 stigum frá toppsætinu, 3 stigum frá öðru sætinu og einu stigi frá þriðja sætinu. Við erum taplausir í annari umferð og erum eina liðið sem státar af þeim árangri. Nú er bara að nýta landsliðspásuna vel og halda áfram á sömu braut í það sem eftir lifir af móti. Við eigum eftir að mæta fh, Akureyri einu sinni og HK og Fram tvisvar í viðbót. Ekki má vanmeta Valsmenn en þeir eru komnir á skrið og eiga eftir að gera atlögu að topp 4 sætunum. Þessi deild verður án efa jöfn og spennandi fram í síðustu umferð.
Næsti leikur í deildinni verður 3.febrúar og þá förum við í heimsókn á Selfoss.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 15:36
Nokkrir haukamenn þarna sem fyrr.
Guðmundur Þórður valdi tvo nýliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2010 | 00:25
Gæða fiskur á spottprís. Nánast gefins fiskur.
Ertu mikið fyrir fisk? Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Við Haukamenn erum að selja léttsaltaðar, sérpakkaðar þorskhnakkasteikur, u.þ.b. 12 stykki í pakkningu.
Verð: 3500 krónur 2kg pakkning.
Þess má geta að þessi lúxusfiskur kostar 5180 kr í fiskbúðum borgarinnar (Veit ekki með fiskbúð Hólmgeirs) og kílóverðið er á venjulegum saltfiski 1890 kr.
Gæðavara sem flutt er út til landa S-Evrópu. Varan er tilbúin til neyslu, þ.e. beint í ofninn eða á pönnuna. Saltinnihald flakanna er um 2% sem líkja má við útvatnaðan saltfisk.
Ef þú hefur áhuga þá sendu póst á freyrbrynjarsson@internet.is með upplýsingum um nafn, magn, heimilisfang og símanúmer og við komum þessum gæða fiski á þig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 00:15
Sigur gegn Selfoss - leikjatörn framundan.
Í gær mættu Selfyssingar í heimsókn að Ásvöllum þar sem við fórum með sigur á hólmi 31-26. Leikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 10-10 settum við allt á fullt og nýttum okkur tæknifeilana hjá þeim. Við skoruðum næstu 6 mörkin og leiddum 16-11 í hálfleik. Í seinnihálfleik var jafnræði með liðunum en við náðum þó á tímabili 8 marka forustu. Selfyssingar eru ekki vanir að leggja upp laupana en á endanum þá áttu allt of margir lykilleikmenn þeirra lélegan dag og við sóttum 2 stig nokkuð auðveldlega. Þetta var flottur sigur fyrir okkur eftir að hafa tapað gegn Akureyri fyrir norðan rétt fyrir landsliðspásuna. Núna erum við með 6 stig eftir 5 leiki og deilum 3 sætinu með HK og fh.
Í þessum mánuði komum við til með að spila 7 leik með þessum leik gegn Selfossi. Þannig að nú tekur við stíft prógram hjá okkur Haukamönnum og það er eins gott að við séum klárir og vel undirbúnir líkamlega sem og andlega.
Næstu leikir: HK-Haukar 11.nóv, ÍBV 2 - Haukar 13.nóv(bikar),Haukar - Fram 17.nóv, Grosswallstadt - Haukar 20.nóv, Haukar - Valur 24.nóv, Haukar - Grosswallstadt 27.nóv. Svo er fh - Haukar 2.des.
Þannig að í raun eru þetta 7 leikir á 3 vikum.!!!!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 22:00
Hin hliðin - Heimir Óli Heimisson
Fullt nafn: Heimir Óli Heimisson
Gælunafn: Hemmi
Aldur: 20 ára
Giftur / sambúð? Sambandi með Hildi Völu
Börn: engin
Hvað eldaðir þú síðast? Ég og pabbi elduðum sérréttinn okkar, kjúklingavængi og maís réttur fyrir alvöru menn
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepparoni,,rjómaost og jalapino
Uppáhaldssjónvarpsefni? One tree hill, 24, Friends
Besta bíómyndin? Never back down, More Than a game
Uppáhaldsútvarpsstöð: Létt bylgjan að gera það gott núna svo er kanninn lika góður
Uppáhaldsdrykkur? Vatn síðan er kókið alltaf jafn gott
Uppáhalds vefsíða? Fotbolti.net, visir.is, Haukar.is,sport.is en það vantar meiri umfjöllun um handboltann í fjölmiðlum.
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Sendi Bjögga lag dagsins alltaf fyrir leik
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með að vinna
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? FH
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Beckham að sjálfsögðu
Erfiðasti andstæðingur? Margir erfiðir ekki hægt að gera upp á milli þeirra
Ekki erfiðasti andstæðingur? Þessir blessuðu markmenn alltaf jafn léttir
Besti samherjinn? Ekki hægt að gera upp á milli hérna enda bara eðalgaurar sem hafa verið með mér í Haukum
Sætasti sigurinn? Undanúrslitaleikurinn á móti Túnis á HM í Túnis hef aldrei lent í öðrum eins látum í leik, húsið fullt af brjáluðum en frábærum áhorfendum
Mestu vonbrigði? Tap í sumar fyrir Dönum i milliriðli á EM og tap fyrir Króatíu í úrslitaleik á Hm.
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Manchester United
Uppáhaldshandknattleiksmaður? Karabatic
Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar? Ólafur Stefánsson
Grófasti leikmaður deildarinnar? Þetta eru allt dúkkulísur eftir að Addi Pé hætti.
Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben í fótboltanum annars er Adolf altlaf flottur
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Gummi Árna
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég hljóp inn á völlinn í Hafnarfjarðarmótinu með græna tímaspjaldið hangandi á rassinum
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki ? Eldra ári í 3 flokki á móti Stjörnunni
Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Þessum ný reglum, orðið alltof vægt sport núna.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Kings of Lion
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp
Hver er slakastur í fótbolta á æfingum ? Birkir Ívar
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ásgeir Þór Ingólfs
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Bústaður fjölskyldunnar
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Lebron James og Messi
Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fótbolta og Körfubolta
Í hvernig skóm spilar þú? Asicis
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Stærðfræði og Náttúrufræði
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Vinna við eitthvað tengt íþróttum eða bóndi sveitasælan alltaf góð
Vandræðalegasta augnablik? Þau eru mörg og ekki til frásagnar Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég byrjaði minn íþróttaferil með FH 5 ára en sá fljótt ljósið (eftir tvær æfingar) og dreif mig í alvöru lið
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 22:39
Hin hliðin - Einar Pétur Pétursson
Fullt nafn: Einar Pétur Pétursson
Gælunafn: Einsi/Peter/300
Aldur: 19 ára
Giftur / sambúð? neibb
Börn: 0
Hvað eldaðir þú síðast? 175 gr Hamborgara með öllu tilheyrandi.
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Flest allt kjöt.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Prison Break
Besta bíómyndin? The Fast and the Furions
Uppáhaldsútvarpsstöð: X-id 977
Uppáhaldsdrykkur? Vatn
Uppáhalds vefsíða? Fótbolti.net
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Hausa markmaninn
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? FH
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Robbie Fowler
Erfiðasti andstæðingur?
Ekki erfiðasti andstæðingur? Bjarki FH
Besti samherjinn? Þórður
Sætasti sigurinn? Flestir leikir á móti FH en undanúrslit með 2 flokki á móti FH stendur uppúr.
Mestu vonbrigði?
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool
Uppáhaldshandknattleiksmaður? Stefan Kretzschmar
Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar? Ólafur Stefánsson
Grófasti leikmaður deildarinnar?
Besti íþróttafréttamaðurinn? Klárlega Einar Örn
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Stebbi
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Deildarbikarinn 2009
Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Þetta er ágæt eins og er.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Bob Marley, Coldplay og Michael Jackson
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Upphitun
Hver er slakastur í fótbolta á æfingum ? Bjöggi!
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum?
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Hafnarfjörður
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Gerrard.
Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já Fótbolta
Í hvernig skóm spilar þú? Hummel
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Náttúrufræði
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Það verður eitthvað skemmtilegt.
Vandræðalegasta augnablik?
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um:
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 18:00
Þannig fór um sjóferð þá.
Það var ekki til fyrirmyndar hvernig við spiluðum gegn fh á laugardaginn síðastliðinn. Við vorum engavegin tilbúnir í verkefnið og sátum eftir með sárt ennið. Við byrjuðum leikinn illa og lentum undir 8-3 en við komum til baka og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé. Í seinni hálfleik var eins og við hefðum ekki áttað okkur á að það væri leikur í gangi hvað þá að við værum að spila við fimleikafélagið. Sóknarleikurinn var slakur og við gerðum okkur seka um fjöldan allann af tæknifeilum sem varð til þess að þeir náðu 1 og 2.tempó mörkum á okkur. Áður en við vissum af þá var staðan orðin 19-12 þeim í vil. Við náðum aldrei að elta þá uppi að einhverju viti og því fór sem fór.
Þetta er auðvitað slæmt og ég tala nú ekki um að gera svona upp á bak gegn fh. En við höfum séð svona áður, því á síðastliðnum árum höfum við einmitt átt einn svona leik á hverju ári. Í fyrra var það leikurinn gegn HK, árið þar áður var það leikur gegn Val og svo árið á undan því var það leikur gegn Fram sem tapaðist með 7 mörkum á heimavelli. Við lærum bara af þessari reynslu og komum enn sterkari til leiks í næstu umferð. Næsti leikur verður mjög erfiður en þar mætum við Aftureldingu á heimavelli þeirra. Við munum taka þessum leik sem viðvörun og mæta tilbúnir til leiks, bæði í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik leikjanna í vetur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 09:22
Haukar - FH á morgun laugardag.
Nú er komið enn einu sinni að stórleik ársins þegar fh-ingar koma í heimsókn til okkar á Ásvelli. Þetta verður án efa hörkuleikur þar sem 2 sterkustu lið landsins mætast. fh-ingar unnu sinn fyrsta leik gegn Aftureldingu á meðan við unnum Val í fyrsta leiknum okkar.
Liðin mættust í Hafnarfjarðarmótinu og þar unnum við Haukamenn sigur. Breytingar frá því í fyrra hjá þeim er að þeir hafa fengið Silfurdrenginn Loga Geir heim ásamt að Atli Þór kom frá Gróttu.
Hjá okkur höfum við fengið Svein Þorgeirs frá Víking.
Leikurinn hefst kl.16 og ætlumst við til að það verði fullur kofi.
Áfram Haukar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 09:21
Hin hliðin - Birkir Ívar Guðmundsson
Fullt nafn: Birkir Ívar Guðmundsson
Gælunafn:
Aldur: 34 ára
Giftur / sambúð? Giftur
Börn: 2 börn
Hvað eldaðir þú síðast? Sunnudaginn
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Allt
Uppáhaldssjónvarpsefni? Góðar bíómyndir
Besta bíómyndin? Shawshank Redemption
Uppáhaldsútvarpsstöð: RÁS 2 / Bylgjan
Uppáhaldsdrykkur? Bjór
Uppáhalds vefsíða? Mbl.is, sport.is, visir.is
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei ekkert sérstaklega
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Verja frá þeim
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Götu frá Færeyjum
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Sigmar Þröstur ásamt auðvitað mörgun öðrum
Erfiðasti andstæðingur? Guðmundur Þórður
Ekki erfiðasti andstæðingur? Vignir Svavars, eða varð það Svavar Vignis?
Besti samherjinn? Haukar
Sætasti sigurinn? Síðasti Íslandsmeistaratitill
Mestu vonbrigði? No regrets
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool
Uppáhaldshandknattleiksmaður? Margir, af keeperum er það Omeyer
Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar? Óli Stef
Grófasti leikmaður deildarinnar? Enginn sérstakur
Besti íþróttafréttamaðurinn? Einar Örn Jónsson
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Stefán Rafn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Seint á síðustu öld.
Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Að markmaðurinn yrði að vera vítaskytta.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) U2
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Æfa leikkerfi.
Hver er slakastur í fótbolta á æfingum ? Heimir Óli
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? ???
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Vestmannaeyjar
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Guðmundur Þórður Guðmundsson
Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já flestum
Í hvernig skóm spilar þú? Hummel
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Var svo djöfulli ljóngáfaður að mér dettur ekkert í hug.
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Hef alltaf verið mikill bóndi í mér. Langar að prófa það.
Vandræðalegasta augnablik? Allof mörg, get ekki tekið eitt út.
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Á konu sem er í betra formi en ég.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 09:16
Conversano lagðir - Næst er það 32-liða úrslit
Um helgina tókum við á móti liði Conversano frá Ítalíu. Fyrri leikurinn var nokkuð jafn en við náðum frumkvæði rétt fyrir lok fyrrihálfleiks eftir að hafa verið undir 10-5 á tíma. Staðan í hálfleik var 16-13. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum og endaði leikurinn svo með sigri okkar Haukamanna 33-30.
Í seinni leiknum á sunnudeginum höfðum við frumkvæði allan leikinn og leiddum 17-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldum við áfram að þjarma að þeim með hraðupphlaupum og góðri vörn. Þegar við svo náðum 5 marka forustu um miðjan seinnihálfleik var eins og þeir hefðu gefist upp og við unnum svo öruggan 13 marka sigur 40-27.
Næsta verkefni í evrópukeppninni verður í nóvember og ræðst það ekki fyrr en 12.október hvaða lið við fáum. Lið sem við getum fengið eru t.d. Zaparothcia frá Úkraínu (hætti handboltaiðkun ef ég þarf að fara þangað aftur), Goppingen frá þýskalandi, Ivry frá Frakklandi og svo eru líka nokkur lið frá Rússlandi sem við myndum alveg vilja sleppa við. En þetta ræðst eftir viku.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar