Sigur í eyjum.

Í gær lögðum við loksins af stað til eyja eftir að sumir af leikmönnum höfðu verið farni í loftið daginn áður og ekki getað lent vegna þoku, og því var leiknum frestað.  Það má með sanni segja að okkar hafi beðið mjög svo óvinveittur heimavöllur en áhorfendur mynda magnaða stemmningu í litla salnum í Vestmanneyjum. Mikill hávaði var þegar við vorum í sókn en svo sló á dúna logn meðan ÍBV var í sókn. Mjög furðuleg upplifun og mætti halda að það væri þagnarbindindi í gangi þegar heimamenn voru í sókn og sá fyrsti sem vogaði sér að tala yrði um leið hent út af Steina frænda.

Leikurinn var jafn og sóknarleikur var lélegur hjá báðum liðum. Eyjamenn komust yfir undir lok fyrrihálfleiks og var staðan 10-9 fyrir heimamenn. Í seinni hálfleik náðum við undirtökunum og leiddum bróðurpartinn af honum. Við nýttum okkur vel að vera manni fleiri og skoraði Gylfi einhver 6 mörk í seinni hálfleik eftir stimplun í hornið. Eyjamenn hafa á að skipa góðu liði og ef þeir spila áfram svona vörn þá stoppar þá ekkert lið í 1.deildinni. Þess ber að geta að Pétur Páls gat ekki tekið þátt í þessum leik og er það mál manna að hann hafi einfaldlega hrökklast undan þegar hann sá að við vorum með mynd af Didda með okkur. Pappakassi þessi Pési.

Næsta verkefni hjá okkur í bikarnum er Valur og fer hann fram á Hlíðarenda 4 eða 5. desember.  Næsti leikur okkar í deildinni er gegn HK á sunnudaginn en sá leikur er einmitt sjónvarpsleikur, þannig að það er spurning um að Stebbi (a.k.a. Anton) fari í svo til einn ljósatíma.

Markahæstur í leiknum gegn ÍBV var Gylfi með 9 mörk. Aðrir miklu minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband