Úrslitaleikur gegn Val laugardag kl.14

Hér fyrir norðan er notalega kalt í veðri og við haukamenn erum í góðu yfirlæti á gistiheimili Akureyrar sem er staðsett downtown. Hér erum við tveir og tveir saman í herbergi þar sem einungis RÚV næst á 14 tommu sjónvarpinu.

Við mættum hingað norður á fimmtudag og spiluðum strax leik kl.21 á móti ÍR. Sá leikur hófst vægast sagt illa hjá okkur og ÍR-ingar komu sterkir til leiks og náðu fljótlega 5-1 forustu. Við vorum mjög lengi í gang en náðum þó að minnka muninn í 1 mark fyrir hlé (12-13). Í seinni hálfleik vorum við betri og náðum fljótlega 6 marka forustu, leikurinn endaði svo með sigri okkar 28-22.

Í dag spiluðum við svo tvo leiki, við Aftureldingu kl.16 sem við unnum örugglega með 9 mörkum 31-22 og svo kl.19 mættum við Stjörnunni sem var líka engin fyrirstaða. Þessi úrslit þýða það að við mætum Val í úrslitum mótsins á morgun kl.14. En Valsmenn hafa einnig unnið alla sína leiki á þessu móti.

Nokkrir einkahúmors frasar: Vítaskyttan, Vippan, Atvinnumaðurinn, Rassskelling og Halli vs Fúsi.

Kv. FB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband