Góður sigur á HK

aronrafnÍ dag vannst góður sigur gegn kópavogsbúum. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur þar sem HK náðu nokkrum hraðupphlaupum ásamt því að varnarleikur okkar var ekki góður. En fljótlega náðum við áttum og náðum að bæta vörnina ásamt því að Aron Rafn fór að verja vel. Við náðum að komast yfir og staðan var 12-11 okkur í vil þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik byrjuðu HK menn betur en við vorum einum færri fyrstu 1.30 sek ogGylfi það nýttu HK menn sér og komust yfir. Í stöðunni 15-15 náðum við nokkrum góðum vörnum ásamt að Aron Rafn varði eins og engin væri morgundagurinn. Við náðum 3 marka forskoti 20-17 þegar lítið var eftir og í stöðunni 20-18 vorum við 2 færri en náðum að fiska vítakast sem Stefán Rafn skoraði úr. Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark þegar um 1 mín var eftir en við náðum að skora þegar um 20 sek voru eftir og Nemanja Malovicþar var Nemanja að verki og úrslitin ráðin. HK náði þó að minnka muninn með síðasta marki leiksins og lokastaðan var því 22-21 okkur í vil. 

Frábær varnarleikur ásamt frábæri markvörslu hjá Aroni Rafni skilaði þessum sigri í dag. 

Næsti leikur er á fimmtudaginn gegn Fram en þeir sitja á toppi deildarinnar með sama stigafjölda og við en þeir eru með betri einbyrðis gegn okkur.

Maður leiksins er klárlega Aron Rafn en Gylfi kemur þar rétt á eftir. 

 Áfram Haukar.

p.s. svo vann Liverpool Chelsea í dag og því tvöfaldur sigur. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband