Leikur 1 og spurningakeppnin " Veist ekki neitt"

Góða kvöldið, ekki er hægt að vera ánægður með leikinn hjá okkur í kvöld en við mættum einfaldlega ekki til leiks og náðu þeir fljótt yfirhöndinni og endaði leikurinn með 10 marka tapi. Beggi skoraði 12 og þar af 5 úr vítum. Birkir og Aron Rafn voru fínir í rammanum. Við spilum aftur við þá á morgun og þá er eins gott að við girðum okkur í brók.

En að öðru skemmtilegri hlut þá var haldin spurningakeppni þar sem tveir og tveir mynduðu lið saman. Spurðar voru 20 spurningar og áttu liðin að skrifa niður svörin. Skemmst er frá því að segja að Tjörvi og Hörður unnu örugglega og voru með 17 rétt af 20. Aron og Óskar voru í öðru sæti með 12 rétt svör og í 3 sæti voru ríkjandi meistarar Einar Örn og Pétur Pálsson með 11 rétt svör. Læt það eiga sig að skrifa hvernig öðrum liðum gekk en þið megið endilega giska á hverja þið teljið hafa rekið lestina.?
 
Liðin voru eftirfarandi:
Aron - Óskar
Tjörvi - Hörður Davíð
Birkir - Heimir
Gunnar - Stefán Rafn
Einar - Pétur
Elli - Tóti
Rúnar(sjúkró) - Tjörvi
Björgvin - Jónatan
Sigurbergur - Aron Rafn
Gísli Jón - Guðmundur
Spyrill og höfundur: Freyr Brynjarsson

Dæmi um spurningar:
Hvert er milli nafn Ólafs Stefánsson?
Hvað heitir kvenkyns geit?
Hvar verða Ólympíuleikarnir haldnir 2016?
Hvernig er Barbavænn á litinn?
Hvað hét viskugyðja Grikkja?
Hvar er minnsta bein líkamans staðsett?


Viðburðaríkur dagur á Spáni

Góða kvöldið.

tjorviÞessi dagur hefur boðið upp á þó nokkrar uppákomur og fyrst er að nefna formann handknattleiksdeildarinnar Þorvarð Tjörva. Mæting var í morgunmat kl.9:30 og ekkert bólaði á formanninum. Menn hlógu mikið sérstaklega eftir að hann hafði talað mikið um að menn þyrftu að vera á staðnum kl.9:30. Eftir morgunmat fóru menn upp í herbergi og biðu eftir skipulagðri skoðunarferð. Allir voru mættir kl.10:30 þegar átti að fara nema formaðurinn. Þjálfarinn hringdi þá í Tjörva og þá hafði hann gleymt að stilla vekjaraklukkuna og var en á Íslenskum tíma. Ákveðið var að skilja hann eftir þar sem hann var ný vaknaður. Ekki hlógu menn minna í þetta skiptið og sektarsjóðurinn dafnaði vel við þetta.

stebbiplokkStefán Rafn er samur við sig í þessum ferðum og í þetta skiptið var hann að fá sér brauð í morgunmatnum og var að skera það í sundur en það vildi ekki betur til en að hann skar sig í puttann. Hann gekk að sjúkraþjálfaranum honum Rúnari eftir að hafa sett pappír á puttann og spurði hann " Hvað á ég að gera"?. 

Einnig villtist Stefán Rafn þegar við vorum í skoðunarferð í víngerð og leiddi meirihlutan af hópunum einhverja tóma vilteysu. Reyndar verður Birkir Ívar að taka þetta á sig þar sem hann elti Stefán og leyfði honum að leiða hópinn.

Það er spurning um að Stefán fái að taka með sér foreldra sína í næstu ferð en þeir Heimir Óli og Guðmundur Árni nýttu sér það í þessari ferð og tóku foreldra með og hafa þeir hagað sér með sóma.

birkir ivarVið fórum á æfingu í dag og leit höllinn bara mjög vel út en þó var mjög kalt inn í höllinni á meðan æfingu stóð. Birkir Ívar vann sér inn í fyrsta skiptið á sínum ferli að vera fyndnasti maður á æfingu. Óska honum til hamingju með þennan heiður. Hélt reyndar að hann myndi aldrei ná þessu heiðri.

Á morgun verðu stutt æfing í fyrramálið svo leikur um kvöldið. Stefnt er að hafa spurningakeppnina "Veistu ekki neitt" Spurningakeppni hálfvitana. Þar verða tveir og tveir saman í liði, nánar verður fjallað um hverjir eru saman í liði og hver úrslit verða á morgun. 

Kv. FB

 


Loks mættir til Logrono

stebbiEftir langt ferðalag eru við komnir upp á hótel herbergin okkar hér á Hotel Ciudad de Logrono. Lagt var af stað frá Ásvöllum kl.6:30  og flogið svo til London. Þar þurftum við að bíða í 5 tíma á Terminal 3 sem var svo sem heimiroliallt í lagi þar sem fæstir af okkur höfðum verið þar áður. Venjulega eru Íslendingar á Terminal 1 eða 2. Menn fundu þar TGI Fridays öllum til mikillar ánægju. Stebbi og Heimir fengu litabækur á meðan beðið var eftir matnum og brostu þeir allan hringin það sem eftir var af ferðinni.  Flogið var svo til Bilbao og tók það 2 klukkutíma. Rútuferðin á hótelið tók svo aðra 2 tíma. 

Nú eru menn bara að koma sér fyrir og einhverjir tóku rúnt í kringum hótelið til að tjékka á aðstæðum. Elías Már liggur hér hliðiná mér komin í einhverjar ljótustu náttbuxur sem sögur fara af og heldur því fram að þær séu þær elliþægilegustu sunnan Alpafjallana.Leyfi honum að njóta vafans.

Næst á dagskrá er skoðunarferð kl. 10 í fyrramálið en við eigum svo fyrsta leik á laugardaginn kl.20 að staðartíma sem er 19 heima.

Kv. FB

 

P.s. Jónatan þú átt ekki von á góðu.


Bikarúrslit 27.febrúar : Check

eimskip%20minnaÍ dag mættu HK menn massívri vörn sem gaf engin færi á sér. Við náðum fljótlega 4 marka forustu  4-0 og þeir skoruðu sitt fyrsta mark eftir 12 mín úr víti. Við náðum svo 7 marka forskoti áður en þeir skoruðu sitt annað mark. Staðan var svo 13-7 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldum við áfram að spila fanta vörn og þeir áttu fá svör við henni. HK náði að minnka muninn í 4 mörk en nær komust þeir ekki og unnum við öruggan sigur í dag sem skilaði okkur sæti í Laugardals höllinni 27.febrúar næstkomandi.

Næsti leikur er einmitt gegn HK þá í deildinni. Fer hann fram miðvikudaginn næsta og verður það án efa erfiður leikur en þegar svona gerist að lið spila í bikar og deild back to back þá vinnur "oftar" en ekki liðið sem tapaði fyrsta leiknum. Við ætlum að sjálfsögðu að vinna bug á þessari "hefð" þegar HK koma í heimsókn á Ásvelli. Eftir þann leik förum við Haukamenn til spánar strax daginn eftir.

beggiLiðið vann sem ein heild í dag og þurfa lið að byrja á því að vinna bug á vörn okkar til að vinna okkur. Sóknarlega steig Beggi upp eftir nokkra leiki í lægð og slökkti í HK mönnum í fyrrihálfleik. Bjöggi skoraði nokkur mikilvæg mörk og voru 4 af 5 mörkum hans skoruð þegar hendin var komin upp. Elli var einnig drjúgur og setti 5 mörk. Birkir stóð allan tímann í rammanum og varði 18 bolta. En eins og fyrr segir þá var þetta sigur liðsheildarinnar og voru allir að skila sínu í dag sem skilaði okkur sæti í úrslitum.

Áfram Haukar.


Leikir vinnast ekki í ljósabekkjum og á internetinu!

Þetta er búið að vera stórkostlegt kvöld fyrir okkur Haukamenn eftir þennan mikla vinnu sigur á hinu liðinu í Hafnarfirði. Liðsheildin hjá okkur var enn og aftur lykilinn af sigri og "Gildin" okkar eru svo sannalega að nýtast okkur vel.

Það kom ekkert annað til greina en að sigra í kvöld og ef það vantaði eitthvað upp á til að kveikja á  okkur þá sá heimasíða fimleikafélagsins um það. Eins og Biblían segir: Ok 29:23 "Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.“"  Halo

En aftur að leiknum þá byrjuðu fh-ingar betur og var Pálmar í landsliðsklassa á tímabili. Hann varði hvert dauðafærið á fætur öðru en samt sem áður náðu þeir ekki neinu almennilegu forskoti. Í stöðunni 12-10 unnum við boltan einum færri og minnkuðum muninn í eitt eftir að fh hafði náð mest 3 marka forskoti 9-6. Þeir skoruðu svo en við náðum að minnka muninn aftur í eitt mark rétt áður en flautað var til hálfleiks en þá nýttum við okkur kerfið hans Dags Sig og Austurríka landsliðsins og tókum markmanninn útaf. Elli og Gummi leystu inn og Beggi kom á fluginu inn hægra megin og skoraði með sirkusmarki eftir sendingu frá Frey. Staðan var því 13-12 í hálfleik.

bjoggiÍ seinni hálfleik byrjuðum við betur og komumst í 14-13 og svo 16-15. Fh svaraði fyrir sig og komust yfir 19-18 en við spíttum þá í lófana og náðum 2 marka forskoti 21-19. Enn svöruðu fh fyrir sig og komust yfir 22-21 en í staðin fyrir að panica þá héldum við ró okkar og komumst yfir 23-22 og 24-23 en fh jafnaði 24-24 þegar um 50 sek voru eftir. Síðasta sóknin hjá okkur fór þannig að Björgvin Hólmgeirs lyfti sér upp þegar um 7 sek voru eftir og smurði hann í hornið og þó fh-ingar hefðu náð að taka miðju þá var skot þeirra varið af Elíasi Má og frábær sigur staðreynd.

Eins og fyrr segir þá var liðsheildin klárlega það sem uppskar þennan sigur en Björgvin var fremstur meðal jafningja í okkar liði í dag. Vörn og markvarsla var fín og förum við sáttir með 2 stig úr Krikanum í kvöld.

Markaskor: Bjöggi 8, Elías 3, Freyr 3, Pétur 3, Gummi 2, Einar 2, Þórður Rafn 2, Gunni 1, Beggi 1

Birkir 8 varin, Aron Rafn 8 varin.

P.s. Hörður Davíð fær heiðurinn af fyrirsögn dagsins. 

Næsti leikur er gegn HK í undanúrslitum bikarsins og er hann á laugardaginn næstkomandi.

Einnig er frábær umfjöllun á Sport.is um leikinn hér.


mbl.is Björgvin tryggði Haukum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 stig og ekkert annað

gummiÞað var ekki áferða fallegur handbolti sem við Haukamenn sýndum í gær gegn botnliði Fram. En sigur er sigur og lítið annað hægt að taka frá þessum leik en 2 stig.

Framarar byrjuðu betur í leiknum og voru yfir 4-1 á tímabili. Í stöðunni 6-3 fórum við í gang og náðum fljótlega 12-8 forskoti. Staðan í hálfleik var svo 16-14 okkur í vil. Seinni hálfleikurinn var beggisvipaður og komust Framara yfir um hann miðjan 20-19 en þá kom smá skipulag á vörnina hjá okkur og má það þakka innkomu Heimis Óla að stórum hluta. Við sigldum framúr og komumst fljótlega í 3 marka forskot 23-20 og svo 24-21. Þegar um 3 mín voru eftir misstu Framarar hausinn og fengu á sig hverja 2 mínúturunar á fætur annarri og í eitt skipti fékk einn hjá þeim 4 mín eftir mótmæli. Sigur vannst svo 30-25. 

Guðmundur var markahæstur með 8 mörk og Sigurbergur með 7. Sóknalega voru þeir bestir hjá okkur en aðrir leikmenn eiga mikið inni og virðist EM - fríið hafa farið misvel í menn. Næsti leikur er gegn FH í Kaplakrika og þá eiga menn að vera klárir fyrir alvöru baráttu. 


Haukar - Fram á morgun fimmtudag kl.19:30

Þá byrjar mótið loksins á morgun aftur eftir landsleikjahlé. Við erum búin að æfa vel og ætlum okkur stóra hluti í vetur. Febrúar mánuður strembin hjá okkur en við komum til með að spila einhverja 7 leik febrúarmánuði. Fyrsti leikurinn er á morgun gegn Fram.

Framarar sitja á botni deildarinnar eins og staðan er í dag og koma þeir áræðanlega dýrvitlausir til leiks. Staða þeirra sínir í raun ekki getuna hjá þeim. Þeir hafa á að skipa sterkum leikmönnum með mikla reynslu. Þeir hafa fengið liðsstyrk, en þeir Guðjón Drengs og Daníel Berg er komnir aftur eftir að hafa spilað með liði í þýskalandi.

Þetta verður án efa hörkuleikur en hjá okkur vantar tvo leikmenn vegna meiðsla. Einar Örn og Stefán Rafn eru báðir frá í einhvern tíma. 

Leikurinn hefst kl.19:30 á Ásvöllum. Áfram Haukar.


Eiðsmótið 2010 í Strandgötu

Í dag og á morgun fer fram 4 liða æfingamót sem ber yfirskriftina Eiðsmótið og er það tileinkað Eiði Arnarsyni fyrrverandi formanni Hauka í handbolta og góðum félaga. Við haukamenn erum búnir að spila einn leik kl.10 í morgun og þar unnum við Fram 29-28. Nú stendur yfir leikur Gróttu og Akureyri. Næsti leikur hjá okkur er kl.17:30 við lið Gróttu. Á morgun spilum við svo við Akureyri kl.16. Fara þessir leikir allir fram í Strandgötunni.

Keilumót Haukamanna

Í gær spiluðum við fyrsta okkar fyrsta æfingaleik á þessu undirbúningstímabili 2. Selfoss komu í heimsókn að Ásvelli. Við unnum þennan leik en Selfoss eru með fínt lið og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem við náðum almennilegu forskoti. Lokatölur urðu 32 - 24.

Um kvöldið hittust menn í keiluhöllinni og þar var keppt í liðakeppni og einstaklingskeppni. Einnig var skotfastasti keiluspilarinn fundinn ásamt lélegast leikmanninum.

Úrslit urðu þau að í liðakeppninni voru það Einar Örn, Freyr, Gunnar Berg og Þórður Rafn sem unnu með yfirburðum. Voru með 128 í meðalskor.

einarfreyrgunnartoti

 

 

 

 

 

 

 

 

gummiÍ einstaklingskeppninni var Gummi í fyrsta með 172 stig, Gunnar Berg í öðru með 152 stig og Beggi varð í 3.sæti með 148 stig.

 

Sá sem var skotfastastur var Freyr með 38,3 í skotstyrk. Grin

Lélegustu keiluspilararnir voru Heimir Óli og Hebbi með um 70 stig.


Deildarbikarmeistarar 2009 - Haukar

Þá er fyrsti titilinn á þessu keppnistímabili komin í hús eftir magnaðan úrslitaleik í Strandgötunni í kvöld gegn Akureyri. Við höfum töpuðum þessum titli tvö síðustu ár en við unnum þennan titil síðast tímabilið 2005-2006, þá gegn Fylki í 5 leikja úrslitakeppni.

tjorviEn þessi leikur í kvöld byrjaði ekki vel og Akureyringar keyrðu á okkur og náðu strax 4-0 forustu og svo 5-1 þegar Aron tók leikhlé. Markvörðurgummi þeirra var að verja mjög vel á þessum kafla. Eftir leikhléið mættu menn til leiks og minnkuðu muninn í 5-4. Akureyringar náðu samt aftur forskoti og í leikhléi var staðan 13-11 í leikhléi. Mikið gekk á í þessum fyrrihálfleik og Björgvin Hólmgeirs fór meiddar af velli um hann miðjan eftir að hafa verið hrint í gólfið sem varð til þess að hann lenti illa á bakinu. Hann kom ekkert meira við sögu í þessum leik. Seinni hálfleikurinn var betri hjá okkur og Aron Rafn fór að verja í markinu. Eftir 45 mín leik var staðan jöfn 15-15 en Akureyringar náðu strax að skora 2 mörk á okkur og staðan því orðin 17-15 þeim í vil. Í stöðunni 19-18 Akureyri í vil skoruðum við 3 í röð og komumst yfir 21-19. Akureyri jafnaði leikinn 21-21 og eftir það var jafnt á öllum tölum. Þegar um 19 sek voru eftir tók Aron leikhlé í stöðunni 24-24. Síðasta sóknin var skrautleg en þegar um 6 sek voru eftir kom fát á okkar menn og Elías þurfti að skjóta á markið, boltinn var varinn í einkast, einkastið var tekið hratt og Tjörvi fékk boltann þegar 2 til 3 sek voru eftir alveg hægra megin á vellinum og þar grýtti hann góðu undirskoti sem lá í netinu um leið og flautan gall. Haukasigur var staðreynd og áhorfendur sem voru fleiri á bandi Haukana gjörsamlega aronrafnmisstu sig í fagnaðarlátum. 

Frábær sigur á sterku liði Akureyrar í ljósi þess að í okkar lið vantaði Birki,gislijon Einar, Frey, Gunnar og Heimi Óla. En maður kemur í manns stað og leikmenn eins og Aron Rafn, Guðmundur og Tjörvi stigu upp á mikilvægum augnablikum ásamt Gísla Jóni varnalega sem gerði okkur kleift að vinna þennan leik í kvöld.

Næsti leikur er 4.febrúar í deildinni. 

Frábæru ári lokið þar sem við Haukamenn töpuðum aðeins 2 leikjum allt árið. Árið 2010 verðu vonandi eins heillavænlegt og árið 2009 þar sem við urðum deildar og Íslandsmeistara,  komnir í undanúrslit bikars og í 16-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða.

Markaskor: Guðmundur 9, Elías 4, Tjörvi 4, Beggi 3, Pétur 2, Stebbi 2, Jónatan 1. 

Aron Rafn varði 19 tuðrur.


mbl.is Tjörvi tryggði Haukum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband