Deildarbikarmeistarar 2009 - Haukar

Þá er fyrsti titilinn á þessu keppnistímabili komin í hús eftir magnaðan úrslitaleik í Strandgötunni í kvöld gegn Akureyri. Við höfum töpuðum þessum titli tvö síðustu ár en við unnum þennan titil síðast tímabilið 2005-2006, þá gegn Fylki í 5 leikja úrslitakeppni.

tjorviEn þessi leikur í kvöld byrjaði ekki vel og Akureyringar keyrðu á okkur og náðu strax 4-0 forustu og svo 5-1 þegar Aron tók leikhlé. Markvörðurgummi þeirra var að verja mjög vel á þessum kafla. Eftir leikhléið mættu menn til leiks og minnkuðu muninn í 5-4. Akureyringar náðu samt aftur forskoti og í leikhléi var staðan 13-11 í leikhléi. Mikið gekk á í þessum fyrrihálfleik og Björgvin Hólmgeirs fór meiddar af velli um hann miðjan eftir að hafa verið hrint í gólfið sem varð til þess að hann lenti illa á bakinu. Hann kom ekkert meira við sögu í þessum leik. Seinni hálfleikurinn var betri hjá okkur og Aron Rafn fór að verja í markinu. Eftir 45 mín leik var staðan jöfn 15-15 en Akureyringar náðu strax að skora 2 mörk á okkur og staðan því orðin 17-15 þeim í vil. Í stöðunni 19-18 Akureyri í vil skoruðum við 3 í röð og komumst yfir 21-19. Akureyri jafnaði leikinn 21-21 og eftir það var jafnt á öllum tölum. Þegar um 19 sek voru eftir tók Aron leikhlé í stöðunni 24-24. Síðasta sóknin var skrautleg en þegar um 6 sek voru eftir kom fát á okkar menn og Elías þurfti að skjóta á markið, boltinn var varinn í einkast, einkastið var tekið hratt og Tjörvi fékk boltann þegar 2 til 3 sek voru eftir alveg hægra megin á vellinum og þar grýtti hann góðu undirskoti sem lá í netinu um leið og flautan gall. Haukasigur var staðreynd og áhorfendur sem voru fleiri á bandi Haukana gjörsamlega aronrafnmisstu sig í fagnaðarlátum. 

Frábær sigur á sterku liði Akureyrar í ljósi þess að í okkar lið vantaði Birki,gislijon Einar, Frey, Gunnar og Heimi Óla. En maður kemur í manns stað og leikmenn eins og Aron Rafn, Guðmundur og Tjörvi stigu upp á mikilvægum augnablikum ásamt Gísla Jóni varnalega sem gerði okkur kleift að vinna þennan leik í kvöld.

Næsti leikur er 4.febrúar í deildinni. 

Frábæru ári lokið þar sem við Haukamenn töpuðum aðeins 2 leikjum allt árið. Árið 2010 verðu vonandi eins heillavænlegt og árið 2009 þar sem við urðum deildar og Íslandsmeistara,  komnir í undanúrslit bikars og í 16-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða.

Markaskor: Guðmundur 9, Elías 4, Tjörvi 4, Beggi 3, Pétur 2, Stebbi 2, Jónatan 1. 

Aron Rafn varði 19 tuðrur.


mbl.is Tjörvi tryggði Haukum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var óverðskuldað, og skítalabbarnir í Haukum unnu á heimadómgæslu.

.Omar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Omar, þeir félagar Anton og Hlynur eru þekktir fyrir ýmislegt, en að vera Haukum hliðhollir er ekki á listanum. Það hafa þeir aldrei verið, það vitum við stuðningsmenn Hauka vel.

Geir Guðbrandsson, 29.12.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband