27.12.2009 | 01:34
Flugfélag Íslands Deildarbikarinn 2009
Kvennaliðið spilar kl. 12:00 en karlaliðið kl. 14:00 - nánar um Deildarbikarinn hér að neðan:
Flugfélags Íslands Deildarbikarinn 2009
Milli jóla og nýárs mun fara fram keppni um Deildarbikar HSÍ en sú keppni hefur verið haldin á þessum tíma undanfarin 2 ár. Í ár ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn.
4 efstu lið í N1 deildum karla og kvenna fara í keppnina og er miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól þar sem allir hafa leikið jafn marga í leiki.
Í karlaflokki eru það Haukar, FH, Akureyri og Valur og í kvennaflokki er það Valur, Stjarnan, Fram og Haukar.
Leikið verður í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði.
Miðaverð er 1.000 kr fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.
Allir leikir mótsins verða sýndir beint á www.sporttv.is.
Leikjaplanið er eftirfarandi:
Sunnudagur 27.desember | ||
FÍ Deildarbikar kvk | kl.12.00 | Valur - Haukar |
FÍ Deildarbikar ka | kl.14.00 | Haukar - Valur |
FÍ Deildarbikar ka | kl.16.00 | FH - Akureyri |
FÍ Deildarbikar kvk | kl.18.00 | Stjarnan-Fram |
Mánudagur 28.desember | ||
FÍ Deildarbikar ka | kl.18.00 | Úrslit |
FÍ Deildarbikar kvk | kl.20.00 | Úrslit |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 00:15
2 í úrvalsliði umferðar 1-7 + deildarbikar
Í dag var valið í úrvals lið N1-deildarinnar fyrir umferðir 1-7. Hjá okkur
Haukamönnum voru tveir leikmenn. Það voru þeir Sigurbergur Sveinsson í vinstri skyttu og Freyr Brynjarsson í vinstra horni. Einnig var Aron valinn besti þjálfarinn.
Hanna G Stefánsdóttir var svo fulltrúi kvennaliðsins í hægra horninu.
Nú tekur við jólapása þó með tveimur leikjum milli jóla og nýárs. Deildarbikarinn fer fram 27. og 28.desember og verður leikið í Strandgötunni. Við haukamenn fáum Valsmenn í undanúrslitum og í hinum undanúrslitaleiknum leika fh og Akureyri. Í þessum leik fá 4 elstu leikmennirnir frí (Birkir, Einar, Freyr og Gunnar Berg) en aðrir eru klárir og nokkuð ljóst að í þessum leik fá ungu leikmennirnir tækifæri til að sýna sig og sanna.
Þess má geta að við Haukamenn eigum einnig nokkra í landsliðshóp Íslands. Sigurbergur, Birkir og Gunnar Berg eru skráðir í 28 manna hóp fyrir EM í Austurríki. Einnig eru fjölmargir "gamlir" haukamenn í hópnum eins og Ásgeir Örn, Þórir, Kári Kristján og Vignir.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2009 | 16:12
Fyrsta tap í deild síðan 5.nóvember 2008
Það var lítið um handboltahæfileika sem við sýndum í leiknum gegn HK í gærkvöldi. Fyrstu mín leiksins voru lélegar sóknalega hjá báðum liðum en svo fóru HK-menn í gang og við sátum eftir. Hálfleikstölur 12-6 þeim í vil og markvörður þeirra að verja marga bolta. Það virðist vera að við tökum ávallt einn til tvo leik á tímabili þar sem við erum gjörsamlega fjarverandi. Á síðasta ári gerðist það gegn Val í deildinni og svo Fram í deildarbikarnum. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og vorum að slútta illa og HK komst mest í 10 marka forskot. Við tókum svo smá kipp og náðum að minnka þetta niður í 4 mörk en þar við sat og HK náði aftur undirtökunum og sigruðu örugglega 26-19.
Við erum samt sem áður í efsta sæti N1-deildarinnar með 14 stig eftir 9 leiki og næstu lið eru 3 stigum á eftir okkur. Þetta er sami stigafjöldi og við vorum með á sama tíma í fyrra en þá eftir 11 leiki.
Næsta verkefni er deildarbikarinn og þar mætum við eftir nýjustu upplýsingum Val í undanúrslitum. Gæti reyndar breyst. Deildarbikarinn fer fram 27. og 28. desember í Strandgötunni. Í hinum undanúrslitaleiknum leika FH og Akureyri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2009 | 23:32
Fanta vörn skilaði 2 stigum fyrir norðan.
Það var mikil spenna fyrir þennan leik okkar gegn Akureyri og held ég að norðan menn hafi margir hverjir verið yfirspenntir. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera í svona leikjum og við byrjuðum leikinn af krafti. Varnaleikur okkar í fyrrihálfleik var framúrskarandi og svo var Birkir Ívar mjög öflugur fyrir aftan. Við unnum hvern boltann á fætur öðrum og náðum mörgum ódýrum hraðupphlaupsmörkum. Við skoruðum fyrstu 3 mörk leiksins og þar var á ferð Elías Már en hann var drjúgur í fyrrihálfleik með 6 mörk úr 6 skotum. Eins og áður segir var vörn okkar frábær og staðan í hálfleik 15-7 okkur í vil. Í seinni hálfleik héldum við áfram að spila fast á þá og við náðum fljótt upp 10 marka forskoti. Við spiluðum í raun frábærlega í 50 mín en gáfum svo eftir á loka mínútunum og Akureyri minnkuðu muninn að lokum í 4 mörk.
Flottur sigur sem tryggir okkur efsta sæti i deildinni þegar kemur að jólafríinu. Eigum reyndar einn leik eftir gegn HK sem er frestaður leikur vegna evrópukeppninar.
Markaskor hjá okkur í kvöld: Elli 7, Bjöggi 6, Freyr 3, Einar 2, Pétur 2, Heimir 1, Stefán 1, Gummi 1, Beggi 1.
Birkir varði um 22 bolta og þar af 4-5 víti.
![]() |
Aron: Áherslurnar gengu upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 21:55
Ekki fyrir hjartveika - Stuðningsmenn frábærir
Það var hörkuhandbolti sem hafnarfjarðarliðin buðu upp á í dag. Við haukamenn ætluðum að "hefna" fyrir tapið í bikarleiknum frá því fyrir akkúrat ári síðan. Fh-ingar byrjuðu betur og leiddu allan leikinn, þ.e.a.s. í venjulegum leiktíma. Við vorum 3 mörkum undir 18-15 í hálfleik og ekki tók betra við í seinni hálfleik. Við byrjuðum vægast sagt illa og lentum 6 mörkum undir. En seiglan og SIGURHUGSUNIN kom okkur inn í leikinn aftur. Í stöðunni 22-22 fengum við tvo tækifæri til að komast yfir en við nýttum okkur það ekki. FH komst yfir 24-22 og það var svo í stöðunni 29-28 sem undirritaður hugsaði með sér að það mætti ekki gerst að fh myndi vinna okkur 3 skiptið í röð í Kaplakrikanum með þessari markatölu. Sem betur fer náðum við frákasti eftir skot á markið og Beggi sendi boltann á Einar í horninu og hann tryggði okkur framlengingu.
Í fyrri framlengingunni voru fh-ingar fyrri til að skora en staðan eftir þá framlengingu var 33-33. Í seinni framlengunni voru markverðir liðana vel vakandi og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir rúmar 3 mín. Í stöðunni 35-35 og við einum færri komst Freyr inn í sendinu og kom Haukum yfir 35-36. FH jafnaði í næstu sókn. Beggi kom okkur yfir og við unnum svo boltann þegar um 1 mín var eftir. Þegar 20 sek voru eftir tryggði Freyr Haukamönnum sigurinn og allt ætlaði um koll að keyra hjá Stuðningsmönnum okkar.
Frábær sigur staðreynd og við einu skrefi nær bikarúrslitum.
Við leikmenn viljum þakka stuðningsmönnum okkar fyrir frábæran stuðning og það er engum blöðum um það að fletta að við eigum klárlega besta stuðningfólkið á íslandi í dag.
ÁFRAM HAUKAR
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2009 | 21:18
Seiglan skilaði stigi
(Tekið af síðunni www.haukar.is)
Freyr Brynjarsson tryggði Haukum mikilvægt jafntefli gegn Valsmönnum að Hlíðarenda með marki fimm sekúndum fyrir leikslok. Niðurstaðan 20-20 og eru þessi KFUM lið því bæði með 10 stig í tveimur efstu sætum deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. Hefði leikurinn tapast hefðu Valsmenn náð þriggja stiga forystu sem Haukar hefðu einungis átt kost á að minnka niður í eitt stig með sigri í leiknum sem liðið á inni. Leikurinn í dag var kaflaskiptur, hart var tekist á, og vörn og markvarsla voru í fyrirrúmi enda markaskorið hreint ótrúlega lítið. Mikið fjaðrafok skapaðist á lokasekúndunum því í kjölfar lokamarksins hljóp Freyr beinustu leið að miðjunni og tafði Valsmenn í að hefja leik að nýju, það fór í taugarnar á Fannari Friðgeirssyni sem grýtti boltanum í Frey, um leið og Óskar Bjarni óskaði eftir leikhléi. Dómararnir viku Frey að velli með rautt spjald en sendu líklega fyrir mistök rangan Valsmann að velli. Fannar Friðgeirsson átti síðasta skot að marki en Birkir varði og jafntefli staðreynd sem Haukamenn fögnuðu enda virtust öll stig töpuð þegar skammt var til leiksloka.
Leikurinn fór mjög hægt af stað. Björgvin Hólmgeirsson var sá eini sem virtist finna leiðina í netmöskva Valsmanna með nokkrum velvöldum þrumufleygum upp í markhornin. Valsmenn sem eru þekktir fyrir hraðan leik, hófu leikinn í öðrum gír og uppskáru eftir því auk þess sem Birkir varði ágætlega í byrjun. Eftir 15 mínútna leik var staðan 3-3, sem verður að teljast með ólíkindum. Þá var eins og bæði lið skiptu um gír, Valsmenn tóku að keyra hraða miðju en Freyr og Stefán Rafn Sigurmannsson virtust vel undir það búnir og voru snöggir til baka. Hörkunni óx sömuleiðis ásmegin og aðeins eitt mark skildi liðin að í hálfleik, 8-9, fyrir gestina.
Haukar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þá skoruðu Valsmenn sex mörk í röð og komust í 14-10. Haukar áttu í miklum erfiðleikum sóknarlega, Valsmenn gengu vel út í Björgvin sem helsta skotógnunin stafaði af og náðu nokkrum hraðaupphlaupum þar sem Fannar og Arnór voru skeinuhættir eins og við var að búast. Valsmenn voru enn fjórum mörkum yfir 17-13 en þá tókst Haukum að minnka muninn í 18-17 og jafna 19-19 þegar einungis fjórar mínútur voru til leiksloka. Á þessum kafla tók Birkir Ívar að verja allt sem kom á markið, en Aron Rafn var farinn að hita upp á hliðarlínunni, Jónatan Jónsson skoraði nokkur mikilvæg mörk af línunni og Þórður Guðmundsson átti góða innkomu í vinstri skyttuna þar sem Sigurbergur hafði ekki verið skugginn af sjálfum sér allan leikinn. Einar Örn átti sömuleiðis ágæta spretti í hægri skyttunni á köflum í seinni hálfleik. Freyr Brynjarsson skoraði svo jöfnunarmarkið eins og áður segir þegar einungis 5 sekúndur voru eftir.
Mörk Hauka: Björgvin 5, Freyr 4, Gummi 3, Jónatan 3, Einar 2, Beggi 1, Heimir Óli 1 og Tóti 1.
(Skrifað af Þorvarði Tjörva Ólafsson)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2009 | 21:34
Góður sigur gegn Gróttu
Það voru þó nokkrir Haukamenn sem spiluðu í dag, bæði í Haukum og Gróttu. Í liði Gróttu eru 4 leikmenn sem hafa átt góða tíma með Haukunum. Halldór Ingólf, Jón Karl, Matthías og Gísli G hafa allir unnið titla með Haukum á þessari öld.
En að leiknum þá byrjuðu Gróttumenn betur en við komumst fljótlega yfir og náðum mest 3 marka forustu 13-10. Staðan í hálfleik var svo 13-11. Í seinnihálfleik vorum við heldur værukærir og Gróttumenn komust inn í leikinn. Staðan var jöfn lengi vel en þegar Grótta missti Hjalta Pálma út með rautt spjald eftir 3x2 mín reyndist erfitt fyrir þá að halda í við okkur. Einnig höfðu þeir misst Ægir út vegna meiðsla þannig að það var bara of stór biti fyrir þá. Við gengum á lagið og keyrðum yfir þá. Loka staðan var svo 31-24. Markahæstir hjá okkur voru Beggi með 8, Freyr 6, Elli 4, Bjöggi 4, Einar 2, Heimir 2, Gummi 2, Jónatan 1, Tjörvi 1, Stebbi 1. En maður leiksins var án efa Aron Rafn markmaður okkar Haukamanna. Hann byrjaði leikinn og nýtti sjensinn sinn mjög vel og varði um 18 bolta. Vert er að geta þess að hann átti líka viðtal ársins eftir leikinn.
Hér er smá úr viðtalinu: Aron: "Það eru helv... gamlir karlar þarna í gróttuliðinu, þó þeir séu ungir á milli, kannski munurinn, þó reynslan sé meiri þarna megin, jæja svona bæði og sko.... "
Ætla ekki að vera leiðinlegur við Aron og birti því ekki viðtalið hér. Verður aftur á móti sýnt fljótlega hjá okkur strákunum. Þeir sem vilja sjá viðtalið geta aftur á móti farið inn á www.ruv.is.
Verð að bæta við einu í viðbót: Aron: "Maður verður bara að vinna sig áfram og reyna slá gamla út. Hann er orðin helv... gamall (BIRKIR). Maður verður bara að vera rólegur og þolinmóður, hann dettur út segjum svona eftir áramót".
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2009 | 22:52
Komnir áfram í 16-liða úrslit
Það var mikil dramatík í leiknum í kvöld þegar við mættum PLER frá Ungverjalandi. Þetta var seinni leikur liðanna í EHF-keppninni, 32-liða úrslit. Leikurinn í gær endaði 26-26 eftir að við vorum undir 14-10 í hálfleik. Einar Örn jafnaði leikinn í gær á síðustu sek leiksins úr hægra horninu.
Leikurinn í kvöld var gríðalega jafn þó svo að við hefðum byrjað betur og náð 4 marka forustu 10-6 þá jafnaðist leikurinn fljótlega og staðan í hálfleik var 12-12. Seinni hálfleikur var mjög jafn en við náðum þegar um 15 mín voru búnar 2 marka forustu 19-17. Nú tók við kafli hjá báðum liðum þar sem ekkert var skorað í næstum 7 mín. Ungverjarnir minnkuðu svo muninn í 19-18 en Freyr skoraði 20 mark Hauka úr hægra horni. Í þessari stöðu fóru PLER menn í gang og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum 21-20 og 3-4 mín eftir og Aron tekur leikhlé. Í þessari stöðu eru ungverjarnir að taka tvo hjá okkur úr umferð, þá Begga og Bjögga. Skytturnar í liðinu voru því Freyr og Elli, tveir stærstu menn vallarins!! Freyr skorar og jafnar leikinn og PLER fara upp og missa boltann. Við fáum færi úr hægra horninu en boltinn fer framhjá. Núna er innan við mín eftir og PLER fara í sókn. Eftir þó nokkur fríköst þá skjóta ungverjarnir en Birkir ver glæsilega. Núna er um 30 sek eftir og við verðum að skora þar sem okkur nægir ekki jafntefli. Við stimplum og sækjum duglega að marki þeirra og þegar um 6 sek voru eftir berst boltinn til Einars í hægra
horninu og hann skorar með glæsilegum haus. PLER menn reyna að taka miðju þar sem við vorum með leikmann inná fyrir markmanninn okkar en Einar Örn brýtur á þeim og leikunum lokið, Einar fær um leið rautt spjald og verður því í banni í næsta evrópuleik.
Frábær frammistaða hjá okkur og nú verður vonandi næsti dráttur í keppninni okkur góður. Helst viljum við fá eitthvað þekkt lið eins og Flensborg, GOG eða Lemgo.
Markaskor í leiknum: Beggi 6, Freyr 4, Bjöggi 3, Elli 2, Heimir 2, Gummi 2, Stebbi 1, Pétur 1 og Einar Örn (1 mikilvægt)
![]() |
Einar Örn hetja Hauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2009 | 19:29
Glæsilegur sigur gegn FH
Það kom aldrei annað til greina en sigur þegar fh-ingar komu í heimsókn á Ásvelli í dag. FH-ingar hafa á að skipa sterku liði og það mátti bóka hörkuleik þegar rauðir og hvítir mættust. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir 4-1 og 5-2. Við tókum okkur saman í andlitinu og jöfnuðum leikinn fyrst 9-9 en fh komst aftur yfir 11-10 og svo 13-10 ( sem er okkar
tala). Staðan í hálfleik var 14-11 þeim í vil og við einum færri síðustu 20 sek fyrrihálfleiks og næstu 1,40 í seinnihálfleik. Í Seinni hálfleik byrjuðu fh-ingar betur og skoruðu fyrsta markið og staðan þá orðin 15-11. Eftir það fórum við í gang og jöfnuðum leikinn 17-17 og eftir það litum við ekki til baka og unnum baráttu sigur 29-26.
Það er erfitt að taka einhvern ein út í þessum leik því menn spiluðu sem lið og það var ástæðan fyrir sigri í dag. Verð þó að hrósa Pétri Páls fyrir góða baráttu bæði í vörn og sókn. Hann er klárlega að bæta sig með hverjum leiknum sem líður.
Markahæstu menn hjá okkur voru Björgvin og Freyr með 8 mörk hvor, Sigurbergur 7, Pétur 2, Einar Örn 2, Guðmundur 1 og Elías 1.
Birkir varði vel og tók nokkra bolta á mikilvægum augnarblikum. Hann varði um 15 bolta.
![]() |
Haukar á toppinn eftir sigur í Hafnarfjarðarslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2009 | 22:38
Dregið í bikarnum - Stórleikur að Ásvöllum
Það verður sannkallaður stórkalla slagur í 16-liða úrslitum bikarsins. Við haukamenn fáum útileik gegn hinu gríða sterka liði í Haukum 2. Í þessu liði verða gamlar kempur ásamt nokkrum velvöldum úrvals haukamönnum. Án þess að ég viti nánar um liðskipan þá hef ég eftir öruggum heimildum að Wipe out stjarna okkar haukamanna Júlíus Sigurjónsson a.k.a. Júlli 15, a.k.a. Júlli Diskó verði ein af aðalmönnunum í þessu feikna sterka liði. Hann verður án efa hættulegur fyrstu 2 mínúturnar. Einnig má búast við leikmönnum eins og Páli Ólafssyni, Baumruk og Sigurjóni a.k.a Didda stórskyttu.
Þetta er leikur sem engin alvöru haukamaður eða kona mun láta fram hjá sér fara. Leikurinn verður eins og fyrr segir á Ásvöllum 16.nóvember.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar