31.3.2010 | 22:38
Deildarmeistarar 2010
Þá er það ljóst að við erum deildarmeistarar 2010 þó svo að við höfum tapað tveimur leikjum í röð. Man ekki eftir hvenær það gerðist síðast að við Haukamenn töpuðum tveimur í röð. Alla vegna ekki undir leiðsögn Arons það er ljóst.
Í kvöld ætluð menn að koma betur undirbúnir til leiks en við gerðum í leiknum gegn Val á heimavelli. Við náðum fljótt yfirhöndinni 8-4 og 11-7 en sóknin hjá okkur var ekki nógu markviss og HK menn gengu á lagið og jöfnuðu fyrir hlé 11-11. Í seinni hálfleik leiddum við leikinn 18-17 þegar um 15 mín voru eftir. En þá kom slæmur kafli aftur sóknarlega og HK kláruðu leikinn örugglega í lokinn. Við erum ekki að spila vel sóknarlega í undanförnum leikjum og betur má ef duga skal. Eftir bikarúrslitaleikinn höfum við gert okkur seka um að slaka á, meðan önnur lið eru að berjast fyrir lífi sínu og að komast í úrslitakeppnina. Ef við ætlum okkur að taka Íslandsmeistaratitilinn þá verðum við að spila betur sem lið og greddan og sigurhugsunin verður að vera til staðar.
Markaskor: Freyr 8/8, Beggi 7/11,Heimir 3/4, Elli 2/4, Bjöggi 1/2 og Tjörvi 1/2.
Birkir varði einhverja 17 bolta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 23:15
Handboltabúðir Hauka 2010
Búðirnar eru fyrir alla krakka í 1. - 6. bekk. Gæsla frá kl.08:00 og dagskrá frá kl. 09:00-12:00.
Meistaraflokkar karla og kvenna sjá um þjálfunina.
Fjölbreyttar æfingar fyrir framtíðar stjörnur í handbolta.
Verð: 5.000, systkinaafsláttur.
Vítakeppni á markmenn meistaraflokks þar sem risapáskaegg verður í verðlaun ásamt happdrætti þar sem páskaegg og fleiri vinningar verða í boði.
Skráning á netfanginu: freyrbrynjarsson@internet.is. - taka þarf fram nafn barns og fæðingarár.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2010 | 00:19
Góður sigur gegn Fram í kvöld
Við mættum til leiks með það í huga að framarar hafa á að skipa sterkum mannskap og hafa verið að ná sigrum í síðustu 3 leikjum. Þeir hafa unnið síðustu 3 leiki með einu marki. Við byrjuðum leikinn betur og vorum yfir nær allan leikinn en þeir náðu nokkrum sinnum að jafna leikinn. Það lág allt inni hjá þeim en markvarslan hjá okkur var lítil sem engin í fyrrihálfleik. Við fengum á okkur 18 mörk en að sama skapi þá skoruðum við 18. Í seinni hálfleik byrjuðum við eins og þann fyrri og náðum nokkrum mörkum í forskot. En framarar komu til baka og jöfnuðu leikinn 24-24 og 31-31. Við náðum að halda haus og skoruðum næstu 2 mörkin og þá var lítill tími eftir fyrir þá að jafna. Sigur 33-32 og 6 stiga forskot staðreynd í deildinni. Við þurfum tvo sigra í viðbót til að klára deildarmeistaratitilinn en ef Akureyri misstígur sig þá þurfum við einungis einn sigur í síðustu 4 leikjunum. En að sjálfsögðu ætlum við að klára alla þessa leiki og komum til með að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klára þá. Næsti leikur er gegn Val en þeir eru komnir á skrið aftur eftir að hafa tapað nokkrum í röð. Þeir eru í harðri baráttu við FH og HK um 4 sætið í deildinni og um leið að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni. Þeir koma áræðanlega tilbúnir til leiks og það er okkar að sína okkar besta leik ef við ætlum okkur sigur á fimmtudaginn.
Í leiknum í dag var Sigurbergur markahæstur með 9 mörk og samkvæmt sport.is ætti hann að vera á listamannalaunum miðað við frammistöðu hans í fyrri hálfleik.
Við hinir sem eigum ekki skilið listamannalaun þá var skorið okkar eftirfarandi:
Freyr 6, Einar Örn 4, Guðmundur 4, Elli 3, Bjöggi 3, Pétur 2 og Jónatan 2.
Birkir meiddist í upphitun og spilaði lítið. Aron kom inn og varði vel í seinni hálfleik og endaði með um 15 varða bolta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2010 | 14:55
Grótta í heimsókn annað kvöld
Annað kvöld mæta Gróttumenn í heimsókn með nýjan þjálfara. Allir ættu að vera inní fjaðrafokinu í kringum fyrrverandi þjálfara og næsta þjálfara okkar haukamanna. Gróttumenn eru með öflugt lið sem byggir á reynslu og góðum leikmönnum. Gaman er að sjá Geir Sveins aftur í boltanum en þar fer mjög hæfur þjálfari á ferð, að mínu mati. Hann mun án efa gefa liðinu það búst sem það þarf til að halda sér í deildinni. Við verðum að koma ákveðnir til leiks og spila okkar bolta því næsta lið er 4 stigum á eftir okkur.
Þessi lið hafa mæst tvisvar áður og höfum við farið með sigur í bæði skiptin. Báðir leikirnir réðust ekki fyrr en í lok leiks. Í síðasta leik á Nesinu unnum við baráttu sigur eftir að hafa verið undir mest allan leikinn.
P.s. gaman er að sjá og frétta hvað margir fh-ingar eru að lesa þessa síðu :) Held að það hafi verið met innlit í síðustu viku þegar um 1000 manns litu við.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 13:03
5 haukamenn í úrvalsliði 2.umferðar
Í dag var lið 2.umferðar í N1-deildinni valið. Við Haukamenn eigum hvorki fleiri né færri en 4 leikmenn. Þessir leikmenn eru Birkir Ívar, Björgvin, Sigurbergur og Pétur Pálsson. Björgvin var einnig valinn besti leikmaður 2.umferðar.
Einnig áttum við besta þjálfarann: Aron Kristjánsson
2 af þessum 4 eru í fyrsta sinn í úrvalsliði. Pétur Pálsson á línunni og Björgvin í skyttunni. Þessir drengir eru vel að þessum verðlaunum komnir og óskum þeim öllum innilega til hamingju með þennan árangur.
Björgvin bestur í öðrum þriðjungi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 22:46
Tap
Það liggur þoka yfir Hafnarfirði í kvöld og ástæðan er sú að við brugðumst stuðningsmönnum okkar þegar við mættum ekki til leiks í kvöld.
Heimamenn byrjuðu betur og vorum við nokkurn tíma að koma okkur í gang. Við komumst einu sinni yfir í leiknum og það var í stöðunni 5-4. Eftir það vorum við að elta allan tímann. Þeir fengu allt of mörg hraðupphlaup úr 1. og 2. tempói ásamt því að þegar markmenn okkar vörðu og boltinn kom út aftur þá náðu þeir fráköstunum í nánast öll skiptin. Við skutum illa á markið og margir af boltunum fóru hreinlega framhjá markinu. Þegar við svo vorum einum fleiri nýttum við okkur það mjög illa. 6 marka tap er staðreynd sem erfitt er að kyngja.
Við komum hreinlega illa stemmdir og hungrið í sigur var meira hjá þeim en okkur. Við vitum að þegar við töpum gegn þessu liði eins og kom fyrir í fyrra 2 sinnum þá voru það stuðningsmenn okkar sem fengu illa meðferð frá einstaklingum, sem kunna sig greinilega ekki þegar þeir loks vinna okkur. Maður heyrði af einelti í skólum og skítkasti í átt að haukamönnum. Við getum ekki leyft okkur að koma værukærir í svona leiki þó svo að við höfum nokkra stiga forskot í deildinni. Við viljum því biðja stuðningsmenn fyrsts og fremst afsökunar á þessari frammistöðu og við LOFUM að við gerum betur næst þegar þessi lið mætast.
Kv. fyrir hönd liðsins FB.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2010 | 12:26
Sigur á Gróttu - Mottumars heldur áfram
Það var farið af stað með það markmið að ná 6 stiga forskoti í deildinni þegar við fórum í heimsókn á Seltjarnarnesið. Gróttu menn eru með marga góða Haukamenn og nokkra Valsara einnig og því ekkert í boði að vera með eitthvað vanmat. Leikurinn byrjaði rólega og vorum við yfir meirihlutann af fyrrihálfleik en svo kom slæmur kafli í lokinn og þeir voru yfir 11-9 í hálfleik. Sóknarleikurinn hjá okkur var hugmyndasnauður og menn að skjóta illa á markið. Í seinni hálfleik héldu Gróttumenn forskoti og náðu að komast 3 mörkum yfir 14-11. En þá fórum við í gang og nýttum okkur það að Gróttumenn létu henda sér útaf í 2 mín nokkrum sinnum í röð. Þeir reyndar gerðu vel í upphafi með því að setja aukamann inná í staðinn fyrir markmanninn og skoruðu 2 góð mörk þannig en svo náðum við að keyra upp hraðann og skora mörg ódýr hraðupphlaupsmörk. Að lokum vannst góður sigur 25-22.
Gaman var að sjá Gróttumenn marga hverja vera safna mottu til að auka vitund karlmanna á að láta athuga sig fyrir krabbameini. Við erum einnig nokkrir í Haukunum sem tökum þátt. Því miður var ekki hægt að stofna hóp sérstaklega fyrir m.fl. Hauka í handbolta. Ástæðan er sú að mjög margir af leikmönnum Hauka vex ekki strá á vör vegna aldurs og þeir eldri segja eins og Addi P " það vex ekki hár á stáli". Þannig að við erum bara örfáir sem tökum þátt í þessu og erum að safna fyrir hönd HSÍ. Þeir sem taka þátt í þessu hjá okkur eru Freyr Brynjarsson, Pétur Pálsson og Guðmundur Árni.
Við viljum biðja alla um að styrkja þetta framtak krabbameins sambands íslands og leggja áheiti á okkur á heimasíðunni : http://www.karlmennogkrabbamein.is/keppnin/keppandi?cid=55
Við erum búin að fá vilyrði fyrir áheitum hjá einum Haukamanni að nafni Hermanni Þórðarsyni. Hann ætlar að setja 1000 krónur á hvern unnin leik í mars hjá okkur Haukunum. Hermann fær klapp á bakið fyrir þennan frábæra stuðning.
Kv. FB
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 14:28
Góður sigur í gær - Æfing á morgun á strandgötu.
Það vannst góður baráttu sigur gegn Val í gærkvöldi. Við mættum ákveðnir til leiks og komumst fljótlega í 4-0 og 5-1 en þá gáfu við eftir og Valsararnir vöknuðu til lífsins. Þeir tóku völdin og unnu næstu 10 mín 5-1 og ef það hefði ekki verið fyrir markvörslu hjá Aroni Rafni úr hraðupphlaupum þá hefðum við verið 3-4 mörkum undir. Við náðum svo undirtökunum aftur og vorum yfir 13-10 í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og undir lokinn náðu Valsmenn að jafna leikinn og 15 sek eftir. Við tókum miðju en dómarar leiksins létu okkur taka hana aftur og við náðum að koma boltanum í hægra hornið og þar náði Guðmundur að fiska vítakast um leið og bjallan gall. Sigurbergur steig á punktinn og skoraði sigurmarkið. 2 stig í hús og Valsmenn komnir í góða fjarlægð frá okkur. Staðan er því þannig að við erum efstir með 22 stig og eigum leik til góða. Næsta lið á eftir okkur er Akureyri með 18 stig. Við getum því með sigri á sunnudaginn gegn Gróttu náð 6 stiga forskoti í deildinni áður en 3 umferð fer á stað.
Sælir drengir. Það er æfing kl.12 í strandgötunni á morgun laugardag. Athugið að þið verðið að ná í dótið ykkar á Asvöllum Í DAG þar sem húsið verður lokað á morgun vegna kosninga. Þeir sem geyma skóna sína og hlífar þurfa að gera sér ferð upp á Ásvelli í dag.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 10:45
Bikarmyndband 2010.
Mögnuð úrslit í gær og það var fagnað langt fram eftir nóttu. Hér kemur svo myndbandið sem notað var sem pepp video fyrir leikinn. Frumsýning á því var heima hjá formanninum í gærmorgun þegar leikmenn hittust í morgunmat hjá honum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 22:27
Betri leikur í kvöld - Heimferð í hættu.
Það var allt annað að sjá til okkar í kvöld og það má segja að við girtum okkur í brók. Við spiluðum 5-1 vörn og vorum þéttir fyrir. Staðan í hálfleik var 11-10 okkur í vil og við vorum ekki með dómarana með okkur. Tjörvi kom mjög sterkur inn í fyrrihálfleik og skoraði sín 4 mörk þar og stjórnaði sóknarleiknum vel. Í seinni hálfleik var jafnt á öllum tölum en spánverjarnir náðu að komast yfir þegar um 40 sek voru eftir. Við vorum einum fleiri og tókum leikhlé þegar 12 sek voru eftir. Dómarar leiksins flautuðu fríkast þegar Beggi var að fara senda á Einar niðrí horni og manni fannst þeir ætla sér að gera allt til að láta spánverjana vinna þennan leik sem og þeim tókst. Við náðum ekki skoti áður en tíminn rann út. Fínn leikur varnalega hjá okkur en við getum gert betur sóknarlega. Fórum með allt of mörg dauðafæri í leiknum og varð það okkur að falli hér í kvöld.
Markahæstir hjá okkur voru; Freyr 4, Tjörvi 4, Elli 3, Pétur 3, Bjöggi 3, Stebbi 2, Gunni 1, Einar 2, Beggi 1, Gummi 1.
Birkir varði 8 og Aron 6.
Nú er komin sú hætta upp að við gætum verið fastir í London á morgun vegna fyrirhugaðs verkfalls flugvirkja hjá Island Air. Vonum að það gerist ekki. Næsti leikur hjá okkur er Bikarúrslit næstkomandi laugardag og undirbúningur hefst á morgun. Í kvöld verður slappað af.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 163448
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar