Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ótrúlegt ævintýri að gerast

islandHver hefði trúað þessu fyrir mótið, enginn. Þetta er frábært hjá strákunum og fyrsti verðlaunapeningurinn staðreynd hjá Íslenska landsliðinu. Við haukamenn óskum drengjunum til hamingju með þennan frábæra árangur. Sama hvernig fer á sunnudaginn þá eru drengirnir sigurvegarar. Maður er eiginlega orðlaus og ekki alveg búin að átta sig á þessu, hvað þá drengirnir sem voru að spila þennan leik.

Við haukamenn verðum að nefna einn FH-ing að þessu sinni, en Logi fór fyrir sínum mönnum í seinnihálfleik og í raun hélt sóknarleik okkar uppi og hárið hreyfðist ekki allan leikinn. Greinilega gott gel þarna á ferðinni.

asgeirÞað er einn haukamaður sem stendur fyrir sínu og er það Ásgeir Hallgrímsson. Við óskum honum sérstaklega til hamingju.


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur 1 í Danmörku: Vonbrigði með herbergin

Þá er fyrstu degi af 5 lokið. Ferðin hófst með ljúfu flugi með Iceland Express, verðum að gefa því ferðalagi 8,5-9 í einkunn. Frá Köben tókum við bílaleigubíla og vorum mættir á hótelið sem heitir Skovridergaard. Í fyrra þegar við vorum hér þá fengum við allir einstaklins herbergi og það var eitthvað sem við gerðum ráð fyrir aftur í ár. Enn við urðum fyrir vonbrigðum þegar við vorum settir tveir og tveir saman og ekki nóg með það þá urðum við Tryggvi settir í kústaskáp með tveimur rúmum. Vonbrigðin eru þó aðeins að sjattlast og á morgun spilum við fyrsta leikinn í þessu æfingamóti gegn Bjerringbro/Silkeborg og hefst hann kl.18:30 að staðar tíma sem er 16:30 að Íslenskum tíma.

P.s. koma svo Ísland - Engin pressa. Fann þetta á mbl.is. Íslensku strákarnir að æfa fögnin.

fyrir hönd haukanna FB


Afrek sem toppar afrek Íslands á Ólympíuleikunum

Það er frábært árangur sem Íslensku strákarnir hafa náð á Ólympíuleikunum og hreint og beint ævintýri í uppsiglingu. En þó svo að strákarnir séu að gera frábæra hluti þá toppar ekkert árangur hjá sundmanninum Eric "The Eal" Moussambani sem keppti í 100 m sundi á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2000. Verði ykkur af góðu.

P.s. hann sá sundlaug 20 dögum áður en hann tók þátt. Og heimsmetið í 100 m skriðsundi er um 48 sek.


Tap með minnsta mun

Já það voru ekki mikil tilþrif sem við haukamenn sýndum í kvöld þegar Valsmenn mættu að Ásvöllum í æfingaleik. Staðan í hálfleik var 14-15 valsmönnum í vil og við engan vegin að spila góðan leik. Bæði lið spiluðu 3-2-1 í fyrrihálfleik. Í seinni hálfleik spiluðum við 6-0 vörn og í raun var vörnin allt í lagi þegar við náðu að drullast til baka. Valsmenn náðu þó nokkuð af hraðupphlaupum þar sem við vorum að spila herfilegan sóknarleik og gáfum þeim boltann hvað eftir annað. Leikurinn endaði 30-31. Á lokakaflanum vorum við 4 mörkum undir og 3+ mín eftir. Við gáfumst ekki upp og áttum tækifæri á að jafna en það tókst ekki. Reyndar voru spilaðar 15 mín í viðbót og þar unnu valsmenn einnig með 1 marki. Í lið Vals vantaði Heimi, Baldvin, Fúsa og Elvar. Hjá okkur voru allir með nema Einar Örn sem er meiddur í "rassi"Tounge

Eini maðurinn sem var að spila vel hjá okkur sóknarlega var Arnar Jón en hann setti þó nokkrar slummur í seinnihálfleik.


Haukar - Valur annað kvöld

 

Valurinn

 

 Á morgun koma Valsmenn í heimsókn til okkar haukamanna til að spila æfingaleik fyrir komandi tímabil. Leikurinn hefst kl. 18:15 fyrir þá sem vilja sjá Íslandsmeistarana og bikarmeistarana eigast við.


ÓL 2008 á Ásvöllum

Í dag fór fram svokallað Ólympíuleikar 2008 hjá okkur í handboltanum. Þetta var vægast sagt hið mesta púlæfing sem undirritaður hefur tekið þátt í. Dagurinn byrjaði á 2 tíma massívri æfingu kl. 10. Eftir það var sameiginlegur matur. Þar skipti þjálfarinn í 4 lið sem áttu að vera lið frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Mótið byrjaði svo kl. 14 og lauk ekki fyrr enn um 18 leitið.

islandÍslenska liðið var skipað eftirtöldum:

Birkiri Ívari, Gísla G, Tóta og Jónatani.

 

 

 

danmorkDansk liðið var skipað eftirtöldum:

Arnari P, Ella, Begga og Pétri

 

 

 

sviþjodSænska liðið var skipað eftirtöldum:

Gunnari Berg, Tryggva, Gísla Jóni og Einar Erni

 

 

noregurNorska liðið var skipað eftirtöldum:

Frey, Kára, Aroni Rafni og Andra

 

 

Keppt var í bandý, hástökki, kúluvarpi, fótbolta og sundi. Þegar búið var að telja saman stigin í þessum greinum þá voru það Norðmenn sem leiddu keppnina.

Að lokum var svo keppt í að syngja þjóðsöngva þessara landa. Fór það fram heima hjá Arnari P. Þar fóru Danir með sigur á hólmi með rapp útgáfu af þeirra þjóðsöng samið af Begga Rapp. 

Lokastaðan var því eftirfarandi:

Danir með 18 stig

Norðmenn og Svíar með 17 stig

Íslendingar ráku svo lestina með 13 stig. Þeim til björguna þá jöfnuðu þeir besta árangur Íslands á Ólympíuleikunum þegar Íslenska landsliðið varð  í 4 sæti á ÓL 1992.  Til hamingju Ísland.

 

 


Skuldir frá því í fyrra.

Það eru nokkrir svartir sauðir sem enn skulda síðan í fyrra. Annþór er búin að taka niður nöfnin og fer í næstu viku í að rukka þessar skuldir.

Eftirfarandi skulda:

  
  
  

4.700

Kristján Örn

1.600

Kári Kristjánsson

5.500

Sigurbergur Sveins

400

Þröstur Þráinsson

1.200

Finnbogi

1.100

Tjörvi

2.600

Stefán

200

Óskar Á

 Borga inná reikning:1101-26-500505

Kennitala: 0505773769 


« Fyrri síða

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband