ÓL 2008 á Ásvöllum

Í dag fór fram svokallað Ólympíuleikar 2008 hjá okkur í handboltanum. Þetta var vægast sagt hið mesta púlæfing sem undirritaður hefur tekið þátt í. Dagurinn byrjaði á 2 tíma massívri æfingu kl. 10. Eftir það var sameiginlegur matur. Þar skipti þjálfarinn í 4 lið sem áttu að vera lið frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Mótið byrjaði svo kl. 14 og lauk ekki fyrr enn um 18 leitið.

islandÍslenska liðið var skipað eftirtöldum:

Birkiri Ívari, Gísla G, Tóta og Jónatani.

 

 

 

danmorkDansk liðið var skipað eftirtöldum:

Arnari P, Ella, Begga og Pétri

 

 

 

sviþjodSænska liðið var skipað eftirtöldum:

Gunnari Berg, Tryggva, Gísla Jóni og Einar Erni

 

 

noregurNorska liðið var skipað eftirtöldum:

Frey, Kára, Aroni Rafni og Andra

 

 

Keppt var í bandý, hástökki, kúluvarpi, fótbolta og sundi. Þegar búið var að telja saman stigin í þessum greinum þá voru það Norðmenn sem leiddu keppnina.

Að lokum var svo keppt í að syngja þjóðsöngva þessara landa. Fór það fram heima hjá Arnari P. Þar fóru Danir með sigur á hólmi með rapp útgáfu af þeirra þjóðsöng samið af Begga Rapp. 

Lokastaðan var því eftirfarandi:

Danir með 18 stig

Norðmenn og Svíar með 17 stig

Íslendingar ráku svo lestina með 13 stig. Þeim til björguna þá jöfnuðu þeir besta árangur Íslands á Ólympíuleikunum þegar Íslenska landsliðið varð  í 4 sæti á ÓL 1992.  Til hamingju Ísland.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband