Tap með minnsta mun

Já það voru ekki mikil tilþrif sem við haukamenn sýndum í kvöld þegar Valsmenn mættu að Ásvöllum í æfingaleik. Staðan í hálfleik var 14-15 valsmönnum í vil og við engan vegin að spila góðan leik. Bæði lið spiluðu 3-2-1 í fyrrihálfleik. Í seinni hálfleik spiluðum við 6-0 vörn og í raun var vörnin allt í lagi þegar við náðu að drullast til baka. Valsmenn náðu þó nokkuð af hraðupphlaupum þar sem við vorum að spila herfilegan sóknarleik og gáfum þeim boltann hvað eftir annað. Leikurinn endaði 30-31. Á lokakaflanum vorum við 4 mörkum undir og 3+ mín eftir. Við gáfumst ekki upp og áttum tækifæri á að jafna en það tókst ekki. Reyndar voru spilaðar 15 mín í viðbót og þar unnu valsmenn einnig með 1 marki. Í lið Vals vantaði Heimi, Baldvin, Fúsa og Elvar. Hjá okkur voru allir með nema Einar Örn sem er meiddur í "rassi"Tounge

Eini maðurinn sem var að spila vel hjá okkur sóknarlega var Arnar Jón en hann setti þó nokkrar slummur í seinnihálfleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Jæja tökum þá bara næst, gott að þetta var bara æfingaleikur :)

Davíð Þór Kristjánsson, 13.8.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband