FH-ingar kjöldregnir

Það var mikil spenna í hafnarfirði fyrir leik Hauka og FH. Fyrsti úrslitaleikur þessara liða í langan tíma. Við spiluðum 5-1 vörn gegn þeim og gekk það mjög vel. Við haukamenn höfðum yfir 15-10 í hálfleik og áttu þeir engin svör við henni ásamt að Birkir varði vel í markinu. Í seinni háfleik héldum við áfram að spila vel og FH átti engan sjens. Mest náðum við 16 marka forustu. Eina markverða í seinnihálfleik var að Elli fékk að líta beint rautt spjald og fyrir hönd sektarsjóðsins þá þakka ég hans framlag í sjóðinn:). Lokatölur leiksins urðu svo 36-22.  Fyrsti titilinn því komin í hús hjá okkur haukamönnum.

Eftir leikinn var valið í lið mótsins og þar áttum við 3 leikmenn. Elías í hægra horni, Beggi í vinstri skyttu og Birkir Ívar í markið. Óskum þeim til hamingju með þessa viðurkenningu. Birkir Ívar var svo valinn besti leikmaður mótsins.

birkir ivar SIgurbergur Sveinssonelli

Markaskor: Kári 5/6, Beggi 5/10, Gunnar Berg 4/4, Einar Örn 4/6, Andri 4/7, Gísli Jón 3/3, Pétur 3/4,  Elli 2/2, Hafsteinn 2/2, Tryggvi 2/4, Arnar Jón 2/5. 

Birkir varði 13 skot og Gísli G 8 skot. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband