24.10.2009 | 22:34
Gaman að rifja upp góða tíma :)
Fyrsta myndbandið er eftir sigur okkar gegn hinu gríðasterka liði Vesprem frá Ungverjalandi.
Næsta myndband er Íslandsmeistaravideoið 2008
Síðasta myndbandið er það fyrsta sem ég gerði eftir leik okkar við Stjörnuna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 23:46
Sigur í Safamýrinni
Það kom aldrei annað til greina en að fara með 2 stig í kvöld, þó svo að við hefðum farið fjallabaksleiðina að sigri. Við byrjuðum ágætlega og leiddum leikinn í upphafi leiks. Vörnin var ekki nógu stöðug en við fengum þó slatta af hraðupphlaupsmörkum og mörkum úr öðru tempói. Skotnýting hjá leikmönnum var mjög góð í fyrrihálfleik og var það sem gaf okkur 4 marka forskot þegar flautað var til leikhlés 19-15.
Í seinni hálfleik byrjuðum við mjög illa og vorum ekki á tánum. Þeir jöfnuðu leikinn í stöðunni 23-23. Þeir héldu svo áfram að þjarma að okkur og var einungis einn leikmaður sem var með öll ljós kveikt og það var Stefán Rafn. Hann nýtti sjénsin sinn mjög vel í kvöld og átti flotta innkomu. Þegar um 7 mín voru eftir og þeir þrem mörkum yfir 28-25 skoraði Beggi 26 markið en fékk dúndur högg í höfuðið frá honum Magnúsi í liði Fram. Þessi fólskulega árás varð til þess að menn vöknuðu og fóru að vera á tánum í vörninni. Við jöfnuðum leikinn 32-32 og komumst yfir 33-32. Framarar klúðruðu víti og við skoruðum í bakið á þeim. Lokatölur urðu svo 34-32 okkur í vil. Fínn sigur en við getum ekki leyft liðum að skora yfir 30 mörk á okkur. Vörnin verður að vera betri og markvarslan var lítil í kjölfarið. Það jákvæða var að sóknin var heilt yfir góð.
Markaskor: Beggi 10, Stebbi 5, Freyr 4, Bjöggi 4, Gummi 3, Elli 3, Pétur 2, Einar 2, Tjörvi 1.
Birkir varði 7 og Aron 4.
Nú tekur við tveggja vikna pása vegna æfinga hjá landsliðinu. Næsti leikur okkar í deild er svo gegn fh að Ásvöllum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2009 | 11:10
Drógumst gegn Pler KC

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2009 | 23:22
Öruggur sigur á Pólsku meisturunum.
Það má segja að leikurinn í kvöld hafi aldrei orðið spennandi enda vorum við haukamenn magnaðir, bæði í vörn og sókn. Við byrjuðum í 3-2-1 vörn og spiluðum hana eins og best gerist. Wisla Plock skoruðu fyrsta mark leiksins en svo ekki söguna meir. Við komumst í 5-1 og svo 9-3 þegar þeir tóku sitt leikhlé. Ekki batnaði leikur þeirra við það og við héldum áfram að þjarma að þeim með fanta vörn og hraðupphlaupum. Staðan í hálfleik var 17-6 okkur í vil. Hver hefði trúað því fyrir leik. Í seinni hálfleik héldum við áfram okkar leik og mest fór munurinn í 13 marka forustu. Leikurinn endaði svo 29-21 og unnum við því leikina 2 samanlagt 57-51.
Markaskor: Beggi 8, Bjöggi 7, Elli 5, Freyr 3, Tjörvi 2, Gummi 2, Gunnar Berg 1, Stefán Plokk 1.
Birkir varði 11 og Aron 1.
Það eina neikvæða við að komast áfram í þessari keppni er að það er einn á móti 15 að við mætum Zaparochia frá Úkraínu. VIð mættum þeim í meistaradeildinni síðastliðin vetur og ferðin út til Úkraínu var sú alversta sem við haukamenn höfum lent í og viljum við fyrir alla muni ekki fara þangað aftur.
Næsti leikur hjá okkur er gegn Fram á fimmtudaginn í Safamýrinni.
Íþróttir | Breytt 18.10.2009 kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 09:33
Póllandsferð
Þá erum við mættir á klakann aftur eftir fína ferð til Póllands. VIð lögðum af stað um 15 leitið á föstudaginn út eftir að hafa tekið æfingu um morguninn. Flogið var beint til Warsjá og þaðan þurftum við svo að keyra í 2 tíma til að komast til borgarinnar Plock. Leikurinn var svo á laugardeginum kl.18 á staðartíma. Stemningin var rosaleg í þessari litlu höll og það var stappað af áhorfendum. Þetta er svipuð höll og KA menn eru með. Við spiluðum 3-2-1 vörn i þessum leik og gekk hún nokkuð vel. Í upphafi
vorum við full staðir og þeir byrjuðu leikinn betur. Við komumst svo fljólega inn í leikinn og staðan var nokkuð jöfn framan af. Staðan var svo 15-12 þeim í vil í háfleik. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og við byrjuðum leikinn af miklum krafti og komumst yfir 16-15. Þeir komust svo yfir 19-17 en við bitum frá okkur aftur og komumst yfir 22-21. Þegar þarna kom við sögu misstum við mann útaf í 2 mín og þeir gengu á lagið. Þegar um 7 mín voru eftir var staðan 24-22 fyrir þá. Þeir héldu þessari forustu til loka en við minnkuðum muninn í 2 mörk með víti í lok leiks. Það voru allir að eiga flottan leik og spiluðum við sem ein heild. Markahæstu menn voru: Beggi 10, Bjöggi 5, Pétur 4, Elli 3, Freyr 2, Einar 2, Gummi 1, Heimir 1. Birkir stóð í rammanum og varði einhvern slatta.
Næsti leikur hjá okkur er Akureyri heima á miðvikudaginn. Wisla Plock mæta svo í heimsókn í seinni leikinn á laugardaginn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 13:14
"Sigur" í fyrsta leik
Í gær fórum við í heimsókn til Stjörnumanna, þar tókum við með okkur 2 stig og ekkert meira. Fyrri hálfleikur byrjaði rólega og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir einhverjar 5 mín leik. Jafnt var í upphafi en við náðum í lok fyrrihálfleiks 2 marka forskoti sem við héldum í hálfleik. Staðan 11-9 okkur í vil. Öllu jafnan er skorað meira í seinni hálfleik en þeim fyrri. Í gær var seinni hálfleikur arfaslakur og það að skora aðeins 6 mörk er gjörsamlega fáránlega lélegt. Enn Stjörnumenn voru ennþá verri en við og við sigruðum leikinn, sem verður að teljast það eina jákvæða í þessum leik. Eini maðurinn sem var að spila vel var Birkir Ívar. Hann reddaði liðinu í lok leiks þegar Stjörnumenn gerðu atlögu að því að jafna leikinn. 2 stig fengust í gær og þegar á botnin er hvolft þá er sigur alltaf sigur, hvernig svo sem hann vinnst.
Næsta verkefni hjá okkur Haukamönnum er Póllands ferð þar sem við spilum við liðið Wisla plok. Það verður spennandi að spila við þetta lið en þeir eru mjög sterkir og með skemmtilegan heimavöll. Einnig verður fróðlegt að sjá hvernig hótel við fáum, en samkvæmt áræðanlegum heimildum þá eru einungis 5 stjörnu hótel með klósetti. Önnur hótel eru bara með gati í gólfinu!!!!!
Kv. FB
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009 | 09:43
FH-ingar sigraðir
Það má alltaf búast við hörkuleik og mikilli baráttu þegar hafnarfjarðarliðin Haukar og FH mætast. Það var engin undanteknin heldur í leiknum í gær. FH byrjaði betur og leiddu fyrstu mínútur leiksins en í stöðunni 8-5 þeim í vil fórum við Haukarnir í gang, enda ekki hægt að láta FH vera með forustu. Við skoruðum 5 í röð eftir að við breyttum í ská 5+1 vörn og komust í 10-8 og svo var staðan 12-10 í hálfleik. Í seinni hálfleik byrjuðum við betur og komumst í 13-10 og svo 24-19 en það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. FH minnkuðu muninn og var staðan þegar innan við mín var eftir var 26-23. Við þurftum að vinna leikinn með 5 mörkum ef við ætluðum að sigra í mótinu en því miður náðist það ekki. Valsmenn unnu mótið á fleiri mörkum skoruðum í mótinu. En sigurinn gegn FH er og verður alltaf góð sárabót.
Tveir sigrar og eitt jafntefli var því staðreynd í þessu flotta móti. Í lok móts var svo valið í úrvalslið mótsins og áttum við Haukamenn aðeins einn mann en Birkir Ívar var markmaður mótsins. Akureyri átti 2, Valur 2 og FH 2.
Valur endaði með 5 stig ásamt okkur og markatalan var sú sama. Þeir voru bara með fleiri mörk skoruð. Akureyri var í 3.sæti með 2 stig og FH rak lestina með 0 stig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 01:45
Nýjir Haukamenn að fæðast
Vert er að geta þess að síðustu tvo mánuði hafa tveir leikmenn meistarflokks bætt mannkynið með tveimur nýjum Haukamönnum :)
Elías Már eignaðist dreng 22.sept
Svo eigaðist Freyr Brynjars einnig dreng 11.ágúst.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 01:10
Hafnarfjarðarmótið heldur áfram.
Nú erum við Haukamenn búnir að spila tvo leiki í þessu flotta móti og í gær unnum við Akureyri 27-24 eftir baráttu leik. Jafnt var á öllum tölum lengi fram eftir en á lokakaflanum náðum við yfirhöndinni og lönduðum góðum sigri. Markahæstir hjá okkur voru Björgvin með 6 mörk og Elli með 4 mörk. Birkir stóð í rammanum allan tímann.
Í dag mættum við Valsmönnum í hörkuleik. Við byrjuðum illa en náðum fljótlega að rétta úr kútnum og vorum einu marki yfir í hálfleik 11-10. Í seinni hálfleik vorum við með yfirhöndina nánast allan tímann. Það var ekki fyrr en á loka kaflanum þar sem við misstum einbeitinguna. Þegar um 1.45 var eftir misstum við mann útaf og staðan 23-20 okkur í vil. Við misstum boltann klaufalega í næstu 3 sóknum með óvönduðum skotum og þeir jöfnuðu leikinn 1 sek fyrir leikslok. Lokastaða 23-23. Markahæstir hjá okkur voru Einar Örn og Freyr með 4 mörk. Aron Rafn stóð allan tímann í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson meiddist illa þegar um 10 mín voru eftir af leiknum. Hann fékk væntanlega vægan heilahristing og spilaði ekki meir. Sigurbergur er einnig búin að vera meiddur og hefur ekkert spilað með okkur hingað til.
Á morgun er svo Hafnarfjarðarslagur af bestu gerð þegar við tökum á móti FH. Leikurinn hefst kl.16 og er leikið í íþróttahúsinu að Strandgötu. Einnig er hægt að sjá leikinn á www.sporttv.is ef þið komist ekki á svæðið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 23:23
Æfingaleikir halda áfram
Eins og flestir vita ákváðu Haukar að taka ekki þátt í Reykjavík Open og spiluðum við því 3 leiki í vikunni gegn Gróttu, Val og svo HK. Þess má geta að við spiluðum einnig við Víking í síðustu viku og töpuðum þeirri viðureign. En í þessari viku unnum við alla 3 leikina. Gróttumenn komu í heimsókn á miðvikudaginn og unnum við þá 35-28 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Í gær fórum við í heimsókn til Valsmanna og við unnum þann leik 29-25 en staðan í hálfleik var 13-13. Í kvöld komu svo HK-ingar í heimsókn og unnum við þá nokkuð örugglega. Staðan í hálfleik var 16-11 okkur í vil og við héldum áfram að auka forskotið í seinni hálfleik og lokastaðan var svo 11 marka sigur 32-21.
Næst á dagskrá er Hafnafjarðarmótið sem fram fer í Strandgötunni dagana 24 til 26.sept. Leikjaplanið er eftirfarandi:
Fimmtudagur 24. September
Kl. 18:00 FH-Valur
Kl. 20:00 Haukar-Akureyri
Föstudagur 25. September
Kl. 18:00 Haukar-Valur
Kl. 20:00 FH-Akureyri
Laugardagur 26. September
Kl. 14:00 Valur-Akureyri
Kl. 16:00 Haukar-FH
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar