30.9.2010 | 13:57
Enn einn sigurleikurinn gegn Val
Það má segja að maður sé komin með hálfgerðan leiða á að spila við Val þessa dagana. Í gær spiluðum við gegn þeim í fjórða leiknum bara í þessum mánuði. Allir þessi leikir höfum við Haukamenn unnið og er það kannski jákvæði punkturinn við alla þessar viðureignir.
En að leiknum í gær þá var jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Þegar við þéttum vörnina og Aron Rafn byrjaði að verja marga góða bolta, náðum við góðu forskoti. Björgvin fékk að valsa um eins og hann listi og setti 10 af 20 mörkum okkar í fyrri hálfleik. Staðan var 20-13. Í seinni hálfleik náðum við á tíma 10 marka forskoti en í stöðunni 27-17 fór markmaður þeirra Valsmanna að vera fyrir boltanum og þeir minnkuðu muninn í 4 mörk. Það var bara sem betur fer of seint og við lönduðum 5 marka sigri 30-25. Björgvin og Aron Rafn voru bestu menn okkar í kvöld.
Markaskor: Bjöggi 12 aðrir minna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 15:37
Hin hliðin á Haukamönnum - Einar Örn Jónsson
Fullt nafn: Einar Örn Jónsson
Gælunafn: Veggurinn - ekki spyrja af hverju
Aldur: 33 ára
Giftur / sambúð? Jebb
Börn: 2, strákur og stelpa
Hvað eldaðir þú síðast? Sennilega hið víðfræga skötuselsrisotto
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, lauk og hvítlauk
Uppáhaldssjónvarpsefni? The Simpsons
Besta bíómyndin? Star Wars
Uppáhaldsútvarpsstöð: Rás 2 og X-ið eru nokkuð jafnar
Uppáhaldsdrykkur? Vatn
Uppáhalds vefsíða? Ruv.is
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Pínu, dagurinn verður svona að ganga nokkuð svipað alla leikdaga. Borða rétt, drekka rétt o.s.frv.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að vinna hann!
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? FH
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Júlíus Jónasson frændi minn
Erfiðasti andstæðingur? Helvítið hann Guðjón Valur
Ekki erfiðasti andstæðingur? Ég man ekki eftir því að Birkir Ívar hafi varið frá mér
Besti samherjinn? Pass
Sætasti sigurinn? Sigur Minden í Flensburg í síðasta leiknum 2008. Björguðum okkur frá falli á lokasekúndum lokaleiksins. Tryllingurinn var miklu meiri en þegar titlar vinnast enda spáði enginn okkur sigri.
Mestu vonbrigði? Tapið gegn Svíum í undanúrslitum EM 2002
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal
Uppáhaldshandknattleiksmaður? Frank Ettwein J
Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar? Óli Stef
Grófasti leikmaður deildarinnar? Freyr, ekki spurning
Besti íþróttafréttamaðurinn? Í alvöru?
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Hvað er það?
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þetta rennur allt saman í einn graut í höfðinu á mér.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Snemma á síðustu öld (1992)
Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Breyta tilbaka þeim breytingum sem voru gerðar í haust. Það er rólega verið að breyta leiknum okkar í blak.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Pearl Jam
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp
Hver er slakastur í fótbolta á æfingum ? Björgvin Hólmgeirsson, sem verður einmitt brjálaður að lesa þetta.
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Heiner Brand
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Sjónvarpssófinn minn!
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Gunnar Berg, maðurinn getur hreinlega allt
Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, aðeins.
Í hvernig skóm spilar þú? Hummel
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Myndmennt lá aldrei fyrir mér
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Ég var að spá í að fara í fjölmiðla
Vandræðalegasta augnablik? Heilinn er búinn að blokka allt slíkt út. Ég lifi á skýi afneitunar. Það er gott vopn.
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er örvhentur! Vita það ekki margir.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010 | 12:07
Hin hliðin á Haukamönnum - Gunnar Berg
Fullt nafn: Gunnar Berg Viktosson
Gælunafn: Gunni Berg
Aldur: 34
Giftur / sambúð? Já Dagný Skúla
Börn: Tveir ormar
Hvað eldaðir þú síðast? Grillaði einhverntíman í sumar
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir
Besta bíómyndin? Forrest Gump
Uppáhaldsútvarpsstöð: Bylgjan
Uppáhaldsdrykkur? Mjólk
Uppáhalds vefsíða? Fjallagrasa.is
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ég pirra engan
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Njarðvík
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Sigurður Bragason
Erfiðasti andstæðingur? Sigurður Bragason
Ekki erfiðasti andstæðingur? Birkir Ívar (þegar hann var í Stjörnunni)
Besti samherjinn? Arnar Pétursson
Sætasti sigurinn? Allir sigrar á FH eru sætir.
Mestu vonbrigði? Bikarúrslitaleikur fyrir 100 árum á mótir Val sem allir eru búnir að gleyma.
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal
Uppáhaldshandknattleiksmaður? Sigurður Bragason
Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar? Óli stef
Grófasti leikmaður deildarinnar? Guðlaugur Arnarsson er sá grófasti sem uppi hefur verið á íslandi.
Besti íþróttafréttamaðurinn? Einar Örn, ekki spurning hann er svo fyndinn og skemmtilegur.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Stefán Sigurmarsson er lang mesti höslerinn enda maðurinn eitt mesta sjarmatröll á landinu.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 1993 spilaði ég minn fyrsta leik á móti Val. Birkir spilaði líka þennan leik en var rekinn útaf þar sem hann mátti ekki spila í "happa" lopapeysunni sinni.
Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Það ætti að hætta að breyta reglunum á hverju ári. Annars sýnist mér á öllu að þetta verði ár dómara. Þeir verða í aðalhlutverki í vetur.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Coldplay
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hlaupa í hringi.
Hver er slakastur í fótbolta á æfingum ? Björgvin Hólmgeirsson er hörmulegur.
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Árni Johnsen
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Vestmannaeyjar
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Guðlaugur Arnarsson, hann er svoddan leiðinda fauti.
Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Golf.
Í hvernig skóm spilar þú? Hummel
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Öllu nema Íþróttum
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Selja fjallagrasavörur eða reka útgerðarfyrirtæki.
Vandræðalegasta augnablik? Spurði einu sinni konu hvenær hún ætti von á sér. Fékk bjórglas í hausinn
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég var aldrei ljóshærður, var allaf með strípur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 12:25
Besta liðið 2010
Þetta get ég sagt án þess að vera með einhvern hroka. Við Haukamenn erum eftir sigurinn í gær handhafar allra titla á Íslandi sem eru á vegum HSÍ.
Leikurinn í gær var aldrei í hættu og gengum við yfir Valsmenn mjög fljótlega í fyrrihálfleik. Í seinni hálfleik var lítið skorað. Valsmenn unnu þó seinni hálfleikinn 11-12. Lokastaðan varð því 31-19. Sterk vörn, öflug markvarsla ásamt flottum sóknarleik þá voru við betri á öllum sviðum íþróttarinnar.
Mótið hefst svo hjá okkur á miðvikudaginn 29.sept en þá spilum við enn og aftur við Val. Sá leikur fer fram á Hlíðarenda og má fastlega búast við að þeir komi mun betur stemmdir fyrir þann leik og vilja ekki láta taka sig svona aftur í bólinu.
Helgina eftir það spilum við svo í Evrópukeppninni gegn ítalska liðinu Conversano á Ásvöllum laugardag og sunnudag.
Haukar burstuðu Val í meistaraleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010 | 19:13
Öruggur Haukasigur á FH
Í dag áttust við rauða liðið og svarthvíta liðið í Hafnarfirði. Þeir svarthvítu byrjuðu betur og leiddu að mestu í fyrri hálfleik. Gunnar Berg kom sterkur inn og setti sitt eina mark í leiknum og jafnaði 13-13 rétt fyrir lok fyrrihálfleiks. ( Var ekki talað um að hann væri meiddur?). Í seinni hálfleik vorum við betri á öllum vígstöðum og unnum nokkuð örugglega 24-19. Stefán Rafn átti stórleik í skyttunni og setti 10 slummur og var duglegur að finna bróður sinn á línunni(Heimir Óli). Vörnin var eins og svo oft áður sterk og markmennirnir okkar voru góðir. Sigur á fh er alltaf markmið hjá okkur Haukamönnum og kom ekkert annað til greina en sigur í dag.
Hjá okkur vantaði Gísla Jón, Tjörva, Bjögga og svo var Sveinn einnig meiddur í öxl og gat ekki beitt sér. Gunnar Berg var kallaður inn og stóð fyrir sínu.
Maður leiksins var svo Stefán Rafn og áttu fh-ingar engin svör við stráknum.
Það var valið í lið mótsins og þar áttum við tvo leikmenn. Björgvin var miðjumaður mótsins og öllum á óvörum var Einar Örn valið í hægri skyttuna. Kom honum sjálfum reyndar mest á óvart. Góðar líkur er á að ef þið heimsækið hann þá verður skjöldurinn á útihurðinni hjá Einari. :) En án alls gríns þá var hann besta hægri skyttan í þessu móti.
Stefán Rafn var svo valinn besti maður mótsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 23:22
Sigur gegn Akureyri
Í kvöld mættum við liðsmönnum Akureyrar í fyrsta leik okkar í Hafnarfjarðarmótinu. Leikurinn fór hægt af stað og lítið skorað fyrstu mínúturnar. Akureyri var yfir 3-2 og við einum fleiri en í staðinn fyrir að nýta okkur liðsmunin þá hentu við boltanum frá okkur trekk í trekk og Akureyri vann okkur 2-0 á þessum kafla og staðan því orðin 5-2. Við gerðum okkur seka um allt of marga tæknifeila sem varð til þess að þeir skoruðu úr hraðupphlaupum. Af þeim 11 mörkum sem þeir skoruðu í fyrrihálfleik voru aðeins 3 sem þeir skoruðu þegar við náðum að stilla upp í vörn en 8 mörk eftir tæknifeila hjá okkur sem leiddi til hraðupphlaups. Staðan í hálfleik var 11-10 og við með um 10 tæknifeila. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningin. Jafnt var á flestum tölum en þegar um 8 mín voru eftir komumst við yfir og tókum völdin. Við spiluðum góðan varnaleik sem var grunnurinn að sigri okkar í kvöld. Seinni hálfleikurinn spilaðist með 0 tæknifeilum sóknarlega.
Man ekki markaskorara.
Næsti leikur er gegn Val á morgun kl.18 í Strandgötu.
Í lið okkar vantaði Gunnar Berg og Tjörva - Báðir meiddir. Einnig er Gísli Jón tæpur og gat hann einungis spilað fyrrihálfleik í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 21:55
Haukar-Akureyri á morgun kl.20
Á morgun hefst Hafnarfjarðarmótið í handknattleik. Á morgun verður leikið í kaplakrika þar sem ekki var hægt að fá Strandgötuna. Aftur á móti verður leikið í Strandgötunni á föstudag og laugardag.
Á morgun kl.18 er leikur Vals og fh en við eigum svo leik strax á eftir kl.20 gegn liði Akureyrar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 22:27
Hafnarfjarðarmótið 2010
Á fimmtudaginn 16.sept hefst hið árlega Hafnarfjarðarmót og fer það fram í Strandgötu. Við Haukamenn eigum fyrsta leik gegn Akureyri og hefst sá leikur kl.20. Fyrr um kvöldið eða kl.18 eigast Valur og fh við.
Nú er um að gera og mæta en það er frítt inn á þessa leiki.
Á föstudeginum eigum við leik gegn Val kl.18 og svo á laugardeginum verður spilað gegn fh.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 23:03
Reglubreytingar í handboltanum.
- Skýrari framsetning er á eðli brota og óíþróttamannslegri framkomu og hvernig ber að taka á henni.
- Strangar er tekið á baráttu línumanns og varnarmanns og skoðuð sérstaklega notkun olnboga og barátta um svæði.
- Túlkun á varist innan markteigs er orðinn skýrari og nú nægir ekki að varnarmaður standi á markteigslínu til að sóknarmaður fái víti heldur þarf hann að vera allur innan markteigs.
- Markverðir fá nú útilokun ef þeir fara út úr markteig til að ná bolta, t.d. í hraðaupphlaupum, og valda með því árekstri við sóknarmann.
- Búið er að afmarka ákveðið þjálfarasvæði fyrir framan og aftan skiptibekki, þar sem þjálfarar verða að starfa innan auk þess sem búið er að færa bekkina 3,5m frá miðlínu.
Síðustu ár hefur borið á ákveðnu agaleysi á skiptimannasvæði en nú verður lögð áhersla á að koma í veg fyrir það þar sem reglum um skiptisvæði verður fylgt strangt eftir. Við höfum leyft tveimur starfsmönnum að standa og stjórna liði sínu á skiptisvæði en nú verður aðeins einum leyft að gera það, þegar það á við, eins og reglur segja til um.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2010 | 21:37
Fyrsta æfingamótinu lokið
Þá er fyrsta æfingamóti ársins lokið. Við Haukamenn fórum austur á Selfoss og spiluðum í hinu árlega Ragnarsmóti. Við vorum í riðli með Val og Fram en þá leiki unnum við nokkuð sannfærandi. Fram unnum við 31-24 og Val unnum við 23-17. Við spiluðum því til úrslita við heimamenn sem unnu einnig sína leiki gegn HK og fh. Til að gera langa sögu stutta þá töpuðum við þessum úrslitaleik 32-30. Selfoss eru með fínt lið og eiga klárlega eftir að gera fína hluti í vetur ef þeir sleppa við meiðsli. Nánari umfjöllun er hægt að nálgast á sport.is eða hér.
Við vorum að spila nokkuð vel í fyrstu tveimur leikjunum en gerðum okkur seka um allt of mörg mistök bæði varnalega og sóknarlega í úrslitaleiknum.
Freyr fékk verðlaun sem besti varnarmaður mótsins. ( Þulurinn sagði reyndar varnarmaður ársins, og ætla ég að taka því :)
Næsta æfingamót er Hafnarfjarðarmótið 16-18.september næstkomandi. Þar taka þátt Haukar, fh, Valur og Akureyri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar