Hin hliðin á Haukamönnum - Einar Örn Jónsson

einarFullt nafn: Einar Örn Jónsson                     

Gælunafn:  Veggurinn - ekki spyrja af hverju 

Aldur:  33 ára

Giftur / sambúð?  Jebb


Börn: 2, strákur og stelpa

Hvað eldaðir þú síðast? Sennilega hið víðfræga skötuselsrisotto

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, lauk og hvítlauk

Uppáhaldssjónvarpsefni? The Simpsons

Besta bíómyndin? Star Wars

Uppáhaldsútvarpsstöð: Rás 2 og X-ið eru nokkuð jafnar

Uppáhaldsdrykkur? Vatn

Uppáhalds vefsíða? Ruv.is

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Pínu, dagurinn verður svona að ganga nokkuð svipað alla leikdaga.  Borða rétt, drekka rétt o.s.frv.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að vinna hann!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? FH

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Júlíus Jónasson frændi minn

Erfiðasti andstæðingur? Helvítið hann Guðjón Valur


Ekki erfiðasti andstæðingur? Ég man ekki eftir því að Birkir Ívar hafi varið frá mér

Besti samherjinn? Pass

Sætasti sigurinn? Sigur Minden í Flensburg í síðasta leiknum 2008.  Björguðum okkur frá falli á lokasekúndum lokaleiksins. Tryllingurinn var miklu meiri en þegar titlar vinnast enda spáði enginn okkur sigri.

Mestu vonbrigði? Tapið gegn Svíum í undanúrslitum EM 2002

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal

Uppáhaldshandknattleiksmaður? Frank Ettwein J

Besti íslenski handknattleiksmaðurinn fyrr og síðar? Óli Stef

Grófasti leikmaður deildarinnar? Freyr, ekki spurning

Besti íþróttafréttamaðurinn? Í alvöru?

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Hvað er það?

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þetta rennur allt saman í einn graut í höfðinu á mér.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Snemma á síðustu öld (1992)

Ef þú mættir breyta einni reglu í handbolta, hverju myndir þú breyta? Breyta tilbaka þeim breytingum sem voru gerðar í haust. Það er rólega verið að breyta leiknum okkar í blak.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Pearl Jam

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp

 

Hver er slakastur  í fótbolta á æfingum ? Björgvin Hólmgeirsson, sem verður einmitt brjálaður að lesa þetta.

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum?  Heiner Brand

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Sjónvarpssófinn minn!

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Gunnar Berg, maðurinn getur hreinlega allt

Fyrir utan handbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, aðeins.

Í hvernig skóm spilar þú? Hummel

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Myndmennt lá aldrei fyrir mér


Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar handboltaferlinum lýkur? Ég var að spá í  að fara í fjölmiðla

Vandræðalegasta augnablik? Heilinn er búinn að blokka allt slíkt út. Ég lifi á skýi afneitunar. Það er gott vopn.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er örvhentur! Vita það ekki margir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband