18.9.2010 | 19:13
Öruggur Haukasigur á FH
Í dag áttust við rauða liðið og svarthvíta liðið í Hafnarfirði. Þeir svarthvítu byrjuðu betur og leiddu að mestu í fyrri hálfleik. Gunnar Berg kom sterkur inn og setti sitt eina mark í leiknum og jafnaði 13-13 rétt fyrir lok fyrrihálfleiks. ( Var ekki talað um að hann væri meiddur?). Í seinni hálfleik vorum við betri á öllum vígstöðum og unnum nokkuð örugglega 24-19. Stefán Rafn átti stórleik í skyttunni og setti 10 slummur og var duglegur að finna bróður sinn á línunni(Heimir Óli). Vörnin var eins og svo oft áður sterk og markmennirnir okkar voru góðir. Sigur á fh er alltaf markmið hjá okkur Haukamönnum og kom ekkert annað til greina en sigur í dag.
Hjá okkur vantaði Gísla Jón, Tjörva, Bjögga og svo var Sveinn einnig meiddur í öxl og gat ekki beitt sér. Gunnar Berg var kallaður inn og stóð fyrir sínu.
Maður leiksins var svo Stefán Rafn og áttu fh-ingar engin svör við stráknum.
Það var valið í lið mótsins og þar áttum við tvo leikmenn. Björgvin var miðjumaður mótsins og öllum á óvörum var Einar Örn valið í hægri skyttuna. Kom honum sjálfum reyndar mest á óvart. Góðar líkur er á að ef þið heimsækið hann þá verður skjöldurinn á útihurðinni hjá Einari. :) En án alls gríns þá var hann besta hægri skyttan í þessu móti.
Stefán Rafn var svo valinn besti maður mótsins.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.