Dagur 3: Sigur hjá landsliðinu en tap hjá okkur

Pétur PálssonJá það fór ekki vel í kvöld þegar við töpuðum gegn Bjerringbor/Silkeborg nokkuð örugglega. Við byrjuðum vel en þeir komust um miðjan fyrrihálfleik í 12-6 en þá tókum við aðeins við okkur með Pétur Páls fremstan í flokki og staðan í hálfleik var 13-11. Í seinnihálfleik spiluðum við eins og hauslausar hænur og áttum aldrei breik. Vorum að spila herfilegan sóknarleik allan leikinn en varnarleikurinn var allt í lagi í fyrrihálfleik. Lokastaða 31-18. Næsti leikur er gegn Dunkerque og eins gott að við mætum tilbúnir til leiks. Jæja nóg um það.

Ísland vann eins og allir landsmenn vita og við haukamenn horfðum saman á leikinn hér á hótelinu á stóru tjaldi. Settur var á stað pottur þar sem leikmenn spáðu um úrslit leiksins og þurftu allir að borga 500 kr fyrir. Það voru allir með nema Andri hann ákvað frekar að leggja 500 kr inn á sparireikning hjá Kaupthing. Það var svo Birkir Ívar sem fór með sigur á hólmi en spáin hans var næst því sem lokatölur urðu. Hann spáði 36-32 fyrir Ísland og fékk 8500 kr í vasann.

Meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband