26.9.2009 | 01:10
Hafnarfjarðarmótið heldur áfram.
Nú erum við Haukamenn búnir að spila tvo leiki í þessu flotta móti og í gær unnum við Akureyri 27-24 eftir baráttu leik. Jafnt var á öllum tölum lengi fram eftir en á lokakaflanum náðum við yfirhöndinni og lönduðum góðum sigri. Markahæstir hjá okkur voru Björgvin með 6 mörk og Elli með 4 mörk. Birkir stóð í rammanum allan tímann.
Í dag mættum við Valsmönnum í hörkuleik. Við byrjuðum illa en náðum fljótlega að rétta úr kútnum og vorum einu marki yfir í hálfleik 11-10. Í seinni hálfleik vorum við með yfirhöndina nánast allan tímann. Það var ekki fyrr en á loka kaflanum þar sem við misstum einbeitinguna. Þegar um 1.45 var eftir misstum við mann útaf og staðan 23-20 okkur í vil. Við misstum boltann klaufalega í næstu 3 sóknum með óvönduðum skotum og þeir jöfnuðu leikinn 1 sek fyrir leikslok. Lokastaða 23-23. Markahæstir hjá okkur voru Einar Örn og Freyr með 4 mörk. Aron Rafn stóð allan tímann í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson meiddist illa þegar um 10 mín voru eftir af leiknum. Hann fékk væntanlega vægan heilahristing og spilaði ekki meir. Sigurbergur er einnig búin að vera meiddur og hefur ekkert spilað með okkur hingað til.
Á morgun er svo Hafnarfjarðarslagur af bestu gerð þegar við tökum á móti FH. Leikurinn hefst kl.16 og er leikið í íþróttahúsinu að Strandgötu. Einnig er hægt að sjá leikinn á www.sporttv.is ef þið komist ekki á svæðið.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.