18.9.2009 | 23:23
Æfingaleikir halda áfram
Eins og flestir vita ákváðu Haukar að taka ekki þátt í Reykjavík Open og spiluðum við því 3 leiki í vikunni gegn Gróttu, Val og svo HK. Þess má geta að við spiluðum einnig við Víking í síðustu viku og töpuðum þeirri viðureign. En í þessari viku unnum við alla 3 leikina. Gróttumenn komu í heimsókn á miðvikudaginn og unnum við þá 35-28 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Í gær fórum við í heimsókn til Valsmanna og við unnum þann leik 29-25 en staðan í hálfleik var 13-13. Í kvöld komu svo HK-ingar í heimsókn og unnum við þá nokkuð örugglega. Staðan í hálfleik var 16-11 okkur í vil og við héldum áfram að auka forskotið í seinni hálfleik og lokastaðan var svo 11 marka sigur 32-21.
Næst á dagskrá er Hafnafjarðarmótið sem fram fer í Strandgötunni dagana 24 til 26.sept. Leikjaplanið er eftirfarandi:
Fimmtudagur 24. September
Kl. 18:00 FH-Valur
Kl. 20:00 Haukar-Akureyri
Föstudagur 25. September
Kl. 18:00 Haukar-Valur
Kl. 20:00 FH-Akureyri
Laugardagur 26. September
Kl. 14:00 Valur-Akureyri
Kl. 16:00 Haukar-FH
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafnarfjarðarmótið verður í beinni á www.sporttv.is fyrir þá sem komast ekki á völlinn til að styðja við sín lið.
Gummi Marinó (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.