Ekkert Reykjavík Open í ár hjá okkur.

Það er svo sem ekkert nýtt, þar sem við höfum ekki tekið þátt í þessu móti í mörg ár. En í ár ætluðum við að mæta til leiks og áttum að vera í riðli með Neista frá Færeyjum, Stjörnunni, Víking og Þrótti. En stjórn Hauka ásamt þjálfurum kusu að taka liðið úr keppni vegna þess að samkvæmt síðasta plani þá áttum við að spila 4 leik einn daginn. Þó að þetta séu 2x 20 mín leikir þá er fáránlegt að ætlast til að við spilum 3-4 leiki á sama degi.

Haukarnir ásamt Val, FH og HK hafa dregið lið sín úr keppni. Ég kíkti á planið á hsi.is og ekki virðist þetta hafa lagast. Sá að Framarar eiga að spila 3 leiki sama dag og er það skipulagt þannig að Framarar spila tvo leiki í röð. Fyrir þá sem vilja sjá nánar um þetta mót þá er hægt að smella HÉR.

Í staðin fyrir að taka þátt í þessu móti munum við spila æfingaleiki við Gróttu á miðvikudaginn(líklega), Val á fimmtudaginn og FH á laugardaginn. Þessir leikir verða spilaðir í fullri lengd eða 2x30 mín.


mbl.is Fjögur hætt við Reykjavíkurmótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband