Ævintýralegur sigur í dag gegn Veszprém

cl 0809 bannerJá sællll, eigum við að ræða þetta eitthvað. Það er alveg ljóst að það trúði enginn að við myndum vinna þennan leik í dag og ég verð að viðurkenna að maður fór ekkert alltof bjartsýnn í þennan leik. Það var ekki fyrr enn í lok fyrrihálfleiks að maður sá að núna væri lag og við gætum unnið eitt af 10 bestu liðum í evrópu.

Við spiluðum fanta vörn og þeir áttu fá svör við henni og sóknarlega létum við boltann ganga hratt og létum þá ekki brjóta á okkur. Birkir Ívar var svo í ruglinu fyrir aftan vörnina. Hann fékk svo skot beint í andlitið og náði sér ekki alveg á strik aftur en Gísli G kom inn á og varði nokkra mikilvæga bolta. 

Brynjar Dagur og FreyrMaður er eiginlega ekki ennþá búin að átta sig á hversubirkir ivar svakalegur sigur þetta er fyrir okkur og íslenskan handbolta. Við spilum ávallt til sigurs hér á Ásvöllum og næst er það Fram í deildinni. Við ætlum ekki að láta góðan árangur í meistaradeilidnni verða okkur að falli aftur.  Vorum ennþá á einhverju bleiku skýi eftir Flensborgarleikinn en við fögnum í kvöld og kannski á morgun svo er bara farið á fullt í að undirbúa sig fyrir Viggó og félaga næstkomandi fimmtudag. Þar eru þeir með einn besta örvhenta leikmann deildarinnar en hann setti 15 mörk í síðasta leik. Valsleikurinn verður ávallt með okkur út þetta tímabil og hann verður nýttur til að koma okkur aftur niðrá jörðinna.

Næsti leikur í meistaradeildinni er gegn Flensborg 8.nóvember. 

Markaskor; Freyr 8, Kári 5, Andri 4, Beggi 4, Einar Örn 2, Elías 2, Gunnar Berg 2.


mbl.is „Slepptum dýrinu lausu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Áfram Haukar.... 

Halldór Jóhannsson, 19.10.2008 kl. 20:04

2 identicon

Snilldar sigur í dag drengir, hamingju með þetta

BVB (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband