19.10.2008 | 19:49
Ævintýralegur sigur í dag gegn Veszprém
Já sællll, eigum við að ræða þetta eitthvað. Það er alveg ljóst að það trúði enginn að við myndum vinna þennan leik í dag og ég verð að viðurkenna að maður fór ekkert alltof bjartsýnn í þennan leik. Það var ekki fyrr enn í lok fyrrihálfleiks að maður sá að núna væri lag og við gætum unnið eitt af 10 bestu liðum í evrópu.
Við spiluðum fanta vörn og þeir áttu fá svör við henni og sóknarlega létum við boltann ganga hratt og létum þá ekki brjóta á okkur. Birkir Ívar var svo í ruglinu fyrir aftan vörnina. Hann fékk svo skot beint í andlitið og náði sér ekki alveg á strik aftur en Gísli G kom inn á og varði nokkra mikilvæga bolta.
Maður er eiginlega ekki ennþá búin að átta sig á hversu svakalegur sigur þetta er fyrir okkur og íslenskan handbolta. Við spilum ávallt til sigurs hér á Ásvöllum og næst er það Fram í deildinni. Við ætlum ekki að láta góðan árangur í meistaradeilidnni verða okkur að falli aftur. Vorum ennþá á einhverju bleiku skýi eftir Flensborgarleikinn en við fögnum í kvöld og kannski á morgun svo er bara farið á fullt í að undirbúa sig fyrir Viggó og félaga næstkomandi fimmtudag. Þar eru þeir með einn besta örvhenta leikmann deildarinnar en hann setti 15 mörk í síðasta leik. Valsleikurinn verður ávallt með okkur út þetta tímabil og hann verður nýttur til að koma okkur aftur niðrá jörðinna.
Næsti leikur í meistaradeildinni er gegn Flensborg 8.nóvember.
Markaskor; Freyr 8, Kári 5, Andri 4, Beggi 4, Einar Örn 2, Elías 2, Gunnar Berg 2.
Slepptum dýrinu lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Haukar....
Halldór Jóhannsson, 19.10.2008 kl. 20:04
Snilldar sigur í dag drengir, hamingju með þetta
BVB (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.