9.4.2008 | 13:24
Halldór og Jón Karl leggja skóna á hilluna
Þeir Halldór Á Ingólfsson og Jón Karl Björnsson hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Halldór kom í Haukana 1991 og hefur spilað nánast sleitulaust síðan fyrir utan 2 ár sem hann hefur spilað erlendis. Halldór er því að spila sitt 16 tímabil fyrir Haukana. Eitthvað eru þetta af leikjum og mörkum en það virðist vera erfitt að nálgast þessar upplýsingar þar sem HSÍ hefur ekki staðið sig í að halda utan um þessar upplýsingar. Sjálfsagt er skortur á mannskap til að taka þetta saman en það hefur samt ekki stoppað þá í að halda landsliðsfjölda leikamann til haga en deildinn hefur látið mæta afgangi. Hægt er að nálgast upplýsingar um leiki frá 95 eða það hélt maður. Það vantar inn í t.d allt um árið 1998 og svo vantar allt um bikarkeppnina frá 98 til 2000. Það verður eitthvað moð að taka saman leikjafjölda hjá honum Halldóri það er alveg ljóst.
Jón Karl er uppalinn Haukamaður og spilaði sinn fyrsta leik 1996 en svo fór hann í Fylki í tvö ár. 1999 kom hann svo til baka og hefur spilað nánast alla leiki síðan með Haukunum eða 11 tímabil í heildina. Ég náði að taka saman hans leiki og eru þetta um 340 leikir í öllum keppnum á vegum HSÍ og IHF. Deildarleikir verða eftir þetta tímabil 232, leikir í úrslitakeppni 53, í bikarkeppni 18, í deildarbikar 5, í meistara meistaranna 5 og í evrópukeppni taldi ég 27 leik (það gæti orðið fleiri).
Þetta er mikill missir af þessum leikmönnum og til gamans má geta að Haukar hafa ekki unnið titill þegar Halldór hefur ekki verið með síðustu 10 árin. Það verður því verðugt verkefni að landa titli á næsta ári án "PapaTrix".
FB
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.