5.4.2008 | 20:52
2 stigum nær Íslandsmeistaratitlinum
Það var ekki fallegur handbolti sem fór fram í eyjum fyrr í dag. Menn töluðu um að mæta tilbúnir til leiks og ekki láta eyjamenn fara með okkur eins og þeir gerðu við Fram í síðustu umferð. En eins og í síðasta leik okkar gegn ÍBV þá voru allt of fáir klárir í þennan slag. Vörnin var ekki góð og ef það hefði ekki verið fyrir Jón Karl og Ella þá hefðum við verið undir í hálfleik. Jón Karl fór á kostum í þessum leik og setti 6 úr 6 skotum í fyrrihálfleik og einhver 11 mörk í leiknum. Staðan í hálfleik var svo 14-14. Í seinnihálfleik var jafnt á öllum tölum en það var ekki fyrr en Arnar Pétursson og Magnús Sigmundsson komu inn á að við náðum undirtökunum. Ef menn eru í vafa hvern þeir eiga að velja sem besta varnamann deildarinnar þá kemur Arnar P sterklega til greina. Hann er sýndi það að hann er ómetanlegur í miðju varna okkar. Sigur 28-24 og 2 stig í hús eru staðreynd. Jón Karl, Addi og Maggi voru þeir einu sem sýndu góðan leik, Kári átti góðar rispur en hann meiddist á hásin fljótlega í leiknum og gat lítið beitt sér. Ekki má gleyma Halldóri Ingólfssyni en hann átti nokkur mikilvæg mörk og átti markið sem slökkti alveg í þeim en það var fast undirskot af 8 metrum.(Já ég sagði fast undirskot)!!!
Næsti leikur er gegn Fram á föstudaginn og getum við með sigri þar orðið ÍSLANDSMEISTARA. Það verður án efa hörkuleikur og því tilvalið að Haukamenn fjölmenni og styðji okkur í að endurheimta Bikarinn heim aftur eftir 2 ára fjarveru.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.