Beggi reddaði 1 stigi

Í kvöld fór fram háspennuleikur í Safamýrinni gegn Fram. Jafnt var nánast á öllum tölum. Í hálfleik náðum við að hafa eins marks forustu 14-13 fyrir okkur Haukamenn. Í seinni hálfleik byrjuðum við einum færri og svo studdu síðar var Andri rekin útaf og við tveimur færri. En við náðum að skora 2 Sigurbergur Sveinssonmörk tveimur færri sem þeir reyndar náðu líka að gera. Jafnt var á öllum tölum þangað til um 7 mín voru eftir en þá náðu Framarar 3 marka forustu. En við haukamenn gáfumst ekki upp og náðum að saxa á þetta. Þegar um 45 sek voru eftir fékk Dóri dauðafæri en markmaður þeirra varði og fram komst í sókn. Maggi varði skot frá Andra Berg þegar um 10 sek voru til leiksloka og Andri Berg fékk 2 mín fyrir að sparka í boltann, við brunuðum upp og Beggi fékk boltann í skyttunni og vippaði sér upp og hamraði hann í fjær hornið niðri og um leið rann tíminn út. Jafntefli staðreynd í hörkuleik.

Gaman var að sjá að áhorfendur létu sig ekki vanta og voru duglega margir haukastuðningsmenn mættir að styðja okkur og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir mætinguna. Næsti leikur er gegn Akureyri eftir viku fyrir norðan.

Markaskor liðsins var á þessa leið:Beggi 5/7, Halldór 5/7, Jón Karl 4/7, Freyr 3/4, Gísli Jón 3/4, Gunnar Berg 3/7, Arnar Péturs 2/3, Andri Stefan 2/5, Arnar Jón 1/2, Þröstur 1/2

Maggi varðir samkvæmt Herði 13 en 15 samkvæmt sport.is (gefum honum 15 varðir) Gísli Guðmunds var með 1 varinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband