Varnasigur gegn Val

Freyr BrynjarssonJá það hafðist, við sigruðum Valsmenn í nýju höllinni að Hlíðarenda 23-20. Haukamenn skoruðu fyrsta markið og það var ég sjálfur sem skoraði það (Freyr) enda var ég búin að segjast ætla skora fyrsta deildarmarkið í nýja íþróttahúsinu að Hlíðarenda. Valsmenn geta huggað sig við það að ég lít ennþá á mig sem Valsara þannig að það var Valsari sem setti fyrsta markið. Wink 

En að leiknum aftur þá var staðan 1-1 í þónokkurn tíma en svo skoruðu Valsmenn 2 og komust í 3-1 en þá fór vörnin í gang hjá okkur og við skoruðum 6 mörk í röð. Staðan í hálfleik var svo 13-10 okkur í vil. Í seinni hálfleik hélt vörnin áfram að halda sínu með þá Arnar P og Gunnar Berg fremsta í flokki. Valsmenn jöfnuðu tvisvar þ.e.a.s. 15-15 og 18-18 en að lokum hafðist sigur 23-20 eftir spennandi loka mínutur.

Markaskorarar hjá okkur eftirfarandi: Andri Stefan 5, Halldór 5, Freyr 4, Beggi 4, Arnar P 3, Gunnar Berg 1 og Þröstur 1.

Gísli varði 6 og Maggi 7.

Það voru 26 sem kusu í skoðanakönnun um hvernig leikurinn við Val myndi fara og það voru meirihlutinn sem hafði rétt fyrir sér. 65,4% sögðu að Haukar myndu vinna en 34,6 að Valsmenn myndu sigra.

Kveðja Freyr B


mbl.is Haukar lögðu meistaralið Vals á útivelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með sigurinn :) Glæsilegur sigur hjá ykkur haukamönnum, flott að Haukar eru fyrsta liðið sem vinnur í nýju höllinni þeirra valsmanna :) Og ekki má gleyma aðalatriðinu að þú skorðaðir fyrsta markið í Ogvodafone höllinni  kv.Haukadís

Haukadís (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:16

2 identicon

Þetta var alveg frábært hjá þér Freysi að skora fyrsta markið eftir þessa yfirlýsingu.. Þú mannst veðmálið okkar,verður að vera kaldur.

Maggi S (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband