27.10.2011 | 23:44
Sigur, sigur og aftur sigur.
Í kvöld unnum við okkar 4 sigurleik í röð þegar Valsmenn mættu í heimsókn. Valsmenn byrjuðu betur en við komumst fljótlega inn í leikinn og náðum 3 marka forskoti fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og leiddum leikinn í 2-4 mörkum en í stöðunni 29-25 tóku Valsmenn smá kipp eftir að við vorum einum færri. Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark en þá settum við í lás og skoruðum næstu 5 mörkin og sigur vannst 34-28. Góður sóknarleikur og góð nýting úr færunum var lykilinn að sigri okkar í kvöld. Tjörvi stjórnaði sókninni að stakri snilld og setti 8 mörk og Gylfi var með frábæra nýtingu úr horninu og í vítunum en hann skoraði 9 mörk.
Eins og fyrr segir þá höfum við unnið nokkra leiki í röð en síðustu tveir leikir á móti Akureyri og Aftureldingu voru seiglu sigrar og það má með sanni segja að við séum að spila vel á liðsheildinni og sigurviljinn er til staðar eins og sést á úrslitum þessara leikja.
Næsti leikur aftur á móti er leikur leikjanna þegar við förum í heimsókn í kaplakrika og tökum á fh-ingum. Sá leikur verður ekki fyrr en 13.nóvember þar sem landsliðið hittist til æfinga. Það þarf ekki að taka það fram að það er skyldumæting á þennan leik.
Áfram Haukar.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.