13.10.2011 | 23:20
4 leikir 3 sigrar
Í kvöld vannst mjög góður sigur á liði Akureyrar og var þetta 3 sigur okkar í deildinni úr fyrstu 4 leikjunum.
Leikurinn í kvöld var jafn en við leiddum þó allan leikinn og Akureyri jafnaði fyrst í stöðunni 20-20. Í fyrrihálfleik höfðum við yfirhöndina og vorum komin í 13-10 en þá kom slæmur kafli hjá okkur og þeir minnkuðu munin í eitt mark fyrir hlé og var staðan í hálfleik 14-13.
Í seinnihálfleik ætluðum við ekki að mæta eins og við gerðum á móti Fram í síðasta heimaleik. Í kvöld mættum við ákveðnir og skoruðum 2 fyrstu mörkin. Í stöðunni 16-14 voru 3 haukamenn reknir útaf með stuttu millibili en við létum það ekki slá okkur út af laginu og unnum við þennan kafla 2-0 og náðum 4 marka forustu 18-14. Eftir að við fengum alla okkar leikmenn inná þá gáfum við eftir og þeir komust inn í leikinn aftur og eins og fyrr segir jöfnuðu 20-20. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en við náðum að innbyrða sigur 23-22. Birkir Ívar átti frábæran leik og megum við þakka honum að við kláruðum þennan leik ásamt því að Heimir Óli átti mjög góðan leik í sókninni og skoraði 7 mörk en hann skoraði einmitt síðasta mark leiksins og tryggði okkur sigur.
Næsti leikur er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ næsta fimmtudag.
Markaskorun: Heimir Óli 7, Tjörvi 4, Stefán 3, Freyr 3, Nemanja 3, Þórður 2, Gylfi 1.
Birkir varði 18 samkvæmt mbl. ( en Hörður skráði bara 12 varða) við trúum frekar Herði ;)
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.