9.9.2011 | 23:40
Úrslitaleikur gegn Val laugardag kl.14
Hér fyrir norðan er notalega kalt í veðri og við haukamenn erum í góðu yfirlæti á gistiheimili Akureyrar sem er staðsett downtown. Hér erum við tveir og tveir saman í herbergi þar sem einungis RÚV næst á 14 tommu sjónvarpinu.
Við mættum hingað norður á fimmtudag og spiluðum strax leik kl.21 á móti ÍR. Sá leikur hófst vægast sagt illa hjá okkur og ÍR-ingar komu sterkir til leiks og náðu fljótlega 5-1 forustu. Við vorum mjög lengi í gang en náðum þó að minnka muninn í 1 mark fyrir hlé (12-13). Í seinni hálfleik vorum við betri og náðum fljótlega 6 marka forustu, leikurinn endaði svo með sigri okkar 28-22.
Í dag spiluðum við svo tvo leiki, við Aftureldingu kl.16 sem við unnum örugglega með 9 mörkum 31-22 og svo kl.19 mættum við Stjörnunni sem var líka engin fyrirstaða. Þessi úrslit þýða það að við mætum Val í úrslitum mótsins á morgun kl.14. En Valsmenn hafa einnig unnið alla sína leiki á þessu móti.
Nokkrir einkahúmors frasar: Vítaskyttan, Vippan, Atvinnumaðurinn, Rassskelling og Halli vs Fúsi.
Kv. FB
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.