20.8.2011 | 20:09
Sigur gegn fh í dag.
Í dag spiluðum við 3 og síðasta leikinn í Hafnarfjarðarmótinu 2011. Eins og alltaf þegar Haukar og fh mætast þá eru það miklir baráttuleikir og þessi var engin undantekning. Fyrrihálfleikur var nokkuð jafn en í stöðunni 10-8 fyrir okkur fengum við ótal tækifæri til að komast vel yfir en fh-ingar geta þakkað öðrum markverði sínum að svo var ekki, hann varði einhverja 5 bolta í röð. Staðan var svo 11-10 okkur í vil þegar koma að hálfleik. Í seinnihálfleik héldum við áfram að spila fanta góða vörn og áttu þeir fá svör við henni ásamt því að Birkir varði vel í rammanum. Leikurinn endaði svo 25-20 fyrir okkur í Haukunum og erum við því með yfirhöndina í baráttunni um Hafnarfjörð :).
Stefán Rafn var markahæstur með 6 mörk og næstur kom Sveinn með 5. Stefán Rafn var svo valinn í úrvalslið mótsins í vinstri skyttu (annað árið í röð).
Næsta æfingamót hjá okkur er fyrstu helgina í september þegar við tökum þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi. Helgina þar á eftir förum við til Akureyri til að taka þátt í móti.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.