22.2.2011 | 08:52
Enn eitt jafnteflið fyrir Austan fjall
Það á ekki af okkur að ganga þegar við spilum við Selfoss. Við höfum núna mætt þeim 4 sinnum í vetur og höfum við tapað einum, unnið einn og núna í þessum mánuði gert 2 jafntefli gegn þeim. Við byrjuðum betur í leiknum og náðum góðu forskoti 11-5 um miðjan fyrrihálfleik en við náðum ekki að fylgja því eftir og þeir jöfnuðu 13-13. Staðan í hálfleik var svo 17-15 okkur í vil. Í seinni hálfleik tók við aragrúi af mistökum og lélegum skotum ásamt því að skjóta
bara framhjá markinu. Þegar ein mínúta var eftir voru Selfyssingar 2 mörkum yfir og einum manni færri. Við náðum að nýta okkur liðsmuninn og skora 2 síðustu mörkin og jafntefli staðreynd 31-31. Ég verð að undra mig á því hvers vegna Selfoss hefur ekki tekið fleiri stig í vetur, eru með hörku skyttur, fína hornamenn og miðjumann sem dreifir boltanum vel ásamt því að taka af skarið þegar þess ber undir. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekkert séð aðra leiki en þá leiki sem þeir spila gegn okkur og því skil ég ekki afhverju þeir hafi ekki náð að landa fleiri stigum sérstaklega á Selfossi. Kannski eru þeir extra módiveraðir vitandi þess að þeir séu að fara mæta núverandi íslands og bikarmeisturum, ekki mitt að svara. Það sem mér helst dettur í hug er að þeir hafi ekki náð nógu stöðugri markvörslu. Voru með Basta á bekknum í gær sem var svo sannalega betri en enginn. Eru reyndar líka að fá á sig duglega mikið af mörkum eða 481 mark sem gerir 32 mörk að meðaltali í leik, sem er bara allt of mikið. Af sama skapi þá eru þeir líka búnir að skora mikið eða 422 mörk (28 mörk í leik) sem er það 5 besta í deildinni. Það er alveg ljóst að með betri vörn og markvörslu væru þeir búnir að vinna mun fleiri stig.
Næsti leikur hjá okkur er gegn sterku liði Aftureldingar sem unnu Fram í þessari sömu umferð. Sá leikur fer fram í Mosó og verður án efa hörkuleikur. Sá leikur fer ekki fram fyrr en 3.mars vegna bikarúrslita næstu helgi.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.