Komin tími á færslu. Jafntefli í kvöld.

birkirÞað var löngu tímabært að setja inn færslu á þessa síðu. Hef ekki verið nógu duglegur undanfarið. Við spiluðum gegn Akureyri í kvöld og endaði hann 23-23. Við áttum að klára þennan leik en getum svo sem verið þokkalega sáttir við stigið þegar á heildina er litið. Vörnin var góð og Birkir var mjög öflugur fyrir aftan. Sóknarlega var Þórður góður og Tjörvi kom sterkur inn í seinnihálfleik.

Nú erum við búnir að spila ansi marga leiki í nóvember og desember. Eftir leikinatoti gegn Grossó hefur leikur okkar farið upp á við og við erum klárlega að komast í okkar form sem skilaði okkur titlunum í fyrra. Eftir úrslitin í kvöld er það ljóst að við förum í deildarbikarinn milli jóla og nýárs en þeir fara fram 27 og 28.desember. Í undanúrslitum mætum við Akureyri og svo fáum við Fram eða fh í úrslitaleik ef við vinnum okkar leik þ.e.a.s.

tjorviStaðan í deildinni er þokkaleg en aðsjálfsögðu vildum við vera ofar. Við erum 6 stigum frá toppsætinu, 3 stigum frá öðru sætinu og einu stigi frá þriðja sætinu. Við erum taplausir í annari umferð og erum eina liðið sem státar af þeim árangri. Nú er bara að nýta landsliðspásuna vel og halda áfram á sömu braut í það sem eftir lifir af móti. Við eigum eftir að mæta fh, Akureyri einu sinni og HK og Fram tvisvar í viðbót.  Ekki má vanmeta Valsmenn en þeir eru komnir á skrið og eiga eftir að gera atlögu að topp 4 sætunum. Þessi deild verður án efa jöfn og spennandi fram í síðustu umferð.

Næsti leikur í deildinni verður 3.febrúar og þá förum við í heimsókn á Selfoss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband