Enn einn sigurleikurinn gegn Val

bjoggiÞað má segja að maður sé komin með hálfgerðan leiða á að spila við Val þessa dagana. Í gær spiluðum við gegn þeim í fjórða leiknum bara í þessum mánuði. Allir þessi leikir höfum við Haukamenn unnið og er það kannski jákvæði punkturinn við alla þessar viðureignir.

En að leiknum í gær þá var jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Þegar við þéttum vörnina og Aron Rafn byrjaði að verja marga góða bolta, náðum við góðu forskoti. Björgvin fékk að valsa um eins og hann listi og setti 10 af 20 mörkum okkar í fyrri hálfleik. Staðan var 20-13. Í seinni hálfleik náðum við á tíma 10 marka forskoti en í stöðunni 27-17 fór markmaður þeirra Valsmanna að vera fyrir boltanum og þeir minnkuðu muninn í 4 mörk. Það var bara sem betur fer of seint og við lönduðum 5 marka sigri 30-25. Björgvin og Aron Rafn voru bestu menn okkar í kvöld. 

Markaskor: Bjöggi 12 aðrir minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband