Sigur gegn Akureyri

totiÍ kvöld mættum við liðsmönnum Akureyrar í fyrsta leik okkar í Hafnarfjarðarmótinu. Leikurinn fór hægt af stað og lítið skorað fyrstu mínúturnar. Akureyri var yfir 3-2 og við einum fleiri en í staðinn fyrir að nýta okkur liðsmunin þá hentu við boltanum frá okkur trekk í trekk og Akureyri vann okkur 2-0 á þessum kafla og staðan því orðin 5-2. Við gerðum okkur seka um allt of marga tæknifeila sem varð til þess að þeir skoruðu úr hraðupphlaupum. Af þeim 11 mörkum sem þeir skoruðu í fyrrihálfleik voru aðeins 3 sem þeir skoruðu þegar við náðum að stilla upp í vörn en 8 mörk eftir tæknifeila hjá okkur sem leiddi til hraðupphlaups. Staðan í hálfleik var 11-10 og við með um 10 tæknifeila. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningin. Jafnt var á flestum tölum en þegar um 8 mín voru eftir komumst við yfir og tókum völdin. Við spiluðum góðan varnaleik sem var grunnurinn að sigri okkar í kvöld. Seinni hálfleikurinn spilaðist með 0 tæknifeilum sóknarlega.

Man ekki markaskorara.

Næsti leikur er gegn Val á morgun kl.18 í Strandgötu. 

Í lið okkar vantaði Gunnar Berg og Tjörva - Báðir meiddir. Einnig er Gísli Jón tæpur og gat hann einungis spilað fyrrihálfleik í kvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband