Góður sigur í kvöld

Arnar Jón AgnarssonLeikurinn í kvöld var nokkuð góður hjá okkur þó svo að við gerðum okkur seka um að slaka á í seinni hálfleik. Leikurinn byrjaði vel hjá okkur og komust við í 2-0 með hraðupphlaupum. En vörnin var mjög góð í upphafi leiks. Leikurinn jafnaðist svo og í stöðunni 11-12 fyrir okkur tókum við leikhlé. Þetta leikhlé hafði góð áhrif á okkur og við skoruðum næstu 5 mörkin og þannig stóð í hálfleik 11-17. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að koma værukærir í byrjun og þeir minnkuðu munin í 14-17 og svo aftur í stöðunni 22-17 slökuðum við á og þeir minnkuðu muninn í 27-29 og við einum færri og innan við 2 mín eftir. Við kláruðum leikinn með sæmd og skoruðum síðustu 3 mörkin einum færri. Í sóknarleiknum báru þeir Andri Stefan og Arnar Jón okkur uppi ásamt því að Einar var öryggið uppmálað á vítapunktinum. Arnar Jón var klárlega maður leiksins en hann átti mörg þrumuskotin fyrir utan og gaman að sjá kallinn í sínu gamla formi.

Markaskor: Einar 8 þar af 6 víti, Arnar Jón 7, Andri 6, Kári 4, Freyr 2, Elli 2, Gísli Jón 2.

Birkir stóð sig vel í rammanum og varði 21 skot.


mbl.is Haukar lögðu Stjörnuna, 31:27
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband