Fyrsta tap í deild síðan 5.nóvember 2008

Það var lítið um handboltahæfileika sem við sýndum í leiknum gegn HK í gærkvöldi. Fyrstu mín leiksins voru lélegar sóknalega hjá báðum liðum en svo fóru HK-menn í gang og við sátum eftir. Hálfleikstölur 12-6 þeim í vil og markvörður þeirra að verja marga bolta. Það virðist vera að við tökum ávallt einn til tvo leik á tímabili þar sem við erum gjörsamlega fjarverandi. Á síðasta ári gerðist það gegn Val í deildinni og svo Fram í deildarbikarnum. Í seinni hálfleik héldum við uppteknum hætti og vorum að slútta illa og HK komst mest í 10 marka forskot. Við tókum svo smá kipp og náðum að minnka þetta niður í 4 mörk en þar við sat og HK náði aftur undirtökunum og sigruðu örugglega 26-19. 

Við erum samt sem áður í efsta sæti N1-deildarinnar  með 14 stig eftir 9 leiki og næstu lið eru 3 stigum á eftir okkur. Þetta er sami stigafjöldi og við vorum með á sama tíma í fyrra en þá eftir 11 leiki.

Næsta verkefni er deildarbikarinn og þar mætum við eftir nýjustu upplýsingum Val í undanúrslitum. Gæti reyndar breyst. Deildarbikarinn fer fram 27. og 28. desember  í Strandgötunni. Í hinum undanúrslitaleiknum leika FH og Akureyri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband