Fanta vörn skilaði 2 stigum fyrir norðan.

elliÞað var mikil spenna fyrir þennan leik okkar gegn Akureyri og held ég að norðan menn hafi margir hverjir verið yfirspenntir. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera í svona leikjum og við byrjuðum leikinn af krafti. Varnaleikur okkar í fyrrihálfleik var framúrskarandi og svo var Birkir Ívar mjög öflugur fyrir aftan. Við unnum hvern boltann á fætur öðrum og náðum mörgum ódýrum hraðupphlaupsmörkum. Við skoruðum fyrstu 3 mörk leiksins og þar var á ferð Elías Már en hann var drjúgur í fyrrihálfleik með 6 mörk úr 6 skotum. Eins og áður segir var vörn okkar frábær og staðan í hálfleik 15-7 okkur í vil. Í seinni hálfleik héldum við áfram að spila fast á þá og við náðum fljótt upp 10 marka forskoti. Við spiluðum í raun frábærlega í 50 mín en gáfum svo eftir á loka mínútunum og Akureyri minnkuðu muninn að lokum í 4 mörk.

Flottur sigur sem tryggir okkur efsta sæti i deildinni þegar kemur að jólafríinu. Eigum reyndar einn leik eftir gegn HK sem er frestaður leikur vegna evrópukeppninar. 

Markaskor hjá okkur í kvöld: Elli 7, Bjöggi 6, Freyr 3, Einar 2, Pétur 2, Heimir 1, Stefán 1, Gummi 1, Beggi 1. 

Birkir varði um 22 bolta og þar af 4-5 víti. 


mbl.is Aron: Áherslurnar gengu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband