6.12.2009 | 21:55
Ekki fyrir hjartveika - Stuðningsmenn frábærir
Það var hörkuhandbolti sem hafnarfjarðarliðin buðu upp á í dag. Við haukamenn ætluðum að "hefna" fyrir tapið í bikarleiknum frá því fyrir akkúrat ári síðan. Fh-ingar byrjuðu betur og leiddu allan leikinn, þ.e.a.s. í venjulegum leiktíma. Við vorum 3 mörkum undir 18-15 í hálfleik og ekki tók betra við í seinni hálfleik. Við byrjuðum vægast sagt illa og lentum 6 mörkum undir. En seiglan og SIGURHUGSUNIN kom okkur inn í leikinn aftur. Í stöðunni 22-22 fengum við tvo tækifæri til að komast yfir en við nýttum okkur það ekki. FH komst yfir 24-22 og það var svo í stöðunni 29-28 sem undirritaður hugsaði með sér að það mætti ekki gerst að fh myndi vinna okkur 3 skiptið í röð í Kaplakrikanum með þessari markatölu. Sem betur fer náðum við frákasti eftir skot á markið og Beggi sendi boltann á Einar í horninu og hann tryggði okkur framlengingu.
Í fyrri framlengingunni voru fh-ingar fyrri til að skora en staðan eftir þá framlengingu var 33-33. Í seinni framlengunni voru markverðir liðana vel vakandi og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir rúmar 3 mín. Í stöðunni 35-35 og við einum færri komst Freyr inn í sendinu og kom Haukum yfir 35-36. FH jafnaði í næstu sókn. Beggi kom okkur yfir og við unnum svo boltann þegar um 1 mín var eftir. Þegar 20 sek voru eftir tryggði Freyr Haukamönnum sigurinn og allt ætlaði um koll að keyra hjá Stuðningsmönnum okkar.
Frábær sigur staðreynd og við einu skrefi nær bikarúrslitum.
Við leikmenn viljum þakka stuðningsmönnum okkar fyrir frábæran stuðning og það er engum blöðum um það að fletta að við eigum klárlega besta stuðningfólkið á íslandi í dag.
ÁFRAM HAUKAR
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með þetta elsku vinir !!! Yndislegt að horfa á þetta og ótrúlegt en satt þá náði ég að sakna ykkar aðeins í gær
...og það í fyrsta skipti síðan ég fór heim. Ég fæ að vera heiðursfélagi er bikarinn fer á loft í febrúar 
kveðja frá paradís,
Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.