22.11.2009 | 21:34
Góður sigur gegn Gróttu
Það voru þó nokkrir Haukamenn sem spiluðu í dag, bæði í Haukum og Gróttu. Í liði Gróttu eru 4 leikmenn sem hafa átt góða tíma með Haukunum. Halldór Ingólf, Jón Karl, Matthías og Gísli G hafa allir unnið titla með Haukum á þessari öld.
En að leiknum þá byrjuðu Gróttumenn betur en við komumst fljótlega yfir og náðum mest 3 marka forustu 13-10. Staðan í hálfleik var svo 13-11. Í seinnihálfleik vorum við heldur værukærir og Gróttumenn komust inn í leikinn. Staðan var jöfn lengi vel en þegar Grótta missti Hjalta Pálma út með rautt spjald eftir 3x2 mín reyndist erfitt fyrir þá að halda í við okkur. Einnig höfðu þeir misst Ægir út vegna meiðsla þannig að það var bara of stór biti fyrir þá. Við gengum á lagið og keyrðum yfir þá. Loka staðan var svo 31-24. Markahæstir hjá okkur voru Beggi með 8, Freyr 6, Elli 4, Bjöggi 4, Einar 2, Heimir 2, Gummi 2, Jónatan 1, Tjörvi 1, Stebbi 1. En maður leiksins var án efa Aron Rafn markmaður okkar Haukamanna. Hann byrjaði leikinn og nýtti sjensinn sinn mjög vel og varði um 18 bolta. Vert er að geta þess að hann átti líka viðtal ársins eftir leikinn.
Hér er smá úr viðtalinu: Aron: "Það eru helv... gamlir karlar þarna í gróttuliðinu, þó þeir séu ungir á milli, kannski munurinn, þó reynslan sé meiri þarna megin, jæja svona bæði og sko.... "
Ætla ekki að vera leiðinlegur við Aron og birti því ekki viðtalið hér. Verður aftur á móti sýnt fljótlega hjá okkur strákunum. Þeir sem vilja sjá viðtalið geta aftur á móti farið inn á www.ruv.is.
Verð að bæta við einu í viðbót: Aron: "Maður verður bara að vinna sig áfram og reyna slá gamla út. Hann er orðin helv... gamall (BIRKIR). Maður verður bara að vera rólegur og þolinmóður, hann dettur út segjum svona eftir áramót".
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.