Komnir áfram í 16-liða úrslit

einarÞað var mikil dramatík í leiknum í kvöld þegar við mættum PLER frá Ungverjalandi. Þetta var seinni leikur liðanna í EHF-keppninni, 32-liða úrslit. Leikurinn í gær endaði 26-26 eftir að við vorum undir 14-10 í hálfleik. Einar Örn jafnaði leikinn í gær á síðustu sek leiksins úr hægra horninu.

Leikurinn í kvöld var gríðalega jafn þó svo að við hefðum byrjað betur og náð 4 marka forustu 10-6 þá jafnaðist leikurinn fljótlega og staðan í hálfleik var 12-12. Seinni hálfleikur var mjög jafn en við náðum þegar um 15 mín voru búnar 2 marka forustu 19-17. Nú tók við kafli hjá báðum liðum þar sem ekkert var skorað í næstum 7 mín. Ungverjarnir minnkuðu svo muninn í 19-18 en Freyr skoraði 20 mark Hauka úr hægra horni. Í beggiþessari stöðu fóru PLER menn í gang og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum 21-20 og 3-4 mín eftir og Aron tekur leikhlé. Í þessari stöðu eru ungverjarnir að taka tvo hjá okkur úr umferð, þá Begga og Bjögga. Skytturnar í liðinu voru því Freyr og Elli, tveir stærstu menn vallarins!! Freyr skorar og jafnar leikinn og PLER fara upp og missa boltann. Við fáum færi úr hægra horninu en boltinn fer framhjá. Núna er innan við mín eftir og PLER fara í sókn. Eftir þó nokkur fríköst þá skjóta ungverjarnir en Birkir ver glæsilega. Núna er um 30 sek eftir og við verðum að skora þar sem okkur nægir ekki jafntefli. Við stimplum og sækjum duglega að marki þeirra og þegar um 6 sek voru eftir berst boltinn til Einars í hægra freyrhorninu og hann skorar með glæsilegum haus. PLER menn reyna að taka miðju þar sem við vorum með leikmann inná fyrir markmanninn okkar en Einar Örn brýtur á þeim og leikunum lokið, Einar fær um leið rautt spjald og verður því í banni í næsta evrópuleik. 

Frábær frammistaða hjá okkur og nú verður vonandi næsti dráttur í keppninni okkur góður. Helst viljum við fá eitthvað þekkt lið eins og Flensborg, GOG eða  Lemgo.

Markaskor í leiknum: Beggi 6, Freyr 4, Bjöggi 3, Elli 2, Heimir 2, Gummi 2, Stebbi 1, Pétur 1 og Einar Örn (1 mikilvægt)


mbl.is Einar Örn hetja Hauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju med fraekinn sigur Haukarar. kvedja ùr sudri Gulli.

gulli spanjol (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband