Glæsilegur sigur gegn FH

freyrÞað kom aldrei annað til greina en sigur þegar fh-ingar komu í heimsókn á Ásvelli í dag. FH-ingar hafa á að skipa sterku liði og það mátti bóka hörkuleik þegar rauðir og hvítir mættust. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir 4-1 og 5-2. Við tókum okkur saman í andlitinu og jöfnuðum leikinn fyrst 9-9 en fh komst aftur yfir 11-10 og svo 13-10 ( sem er okkarbjoggi tala). Staðan í hálfleik var 14-11 þeim í vil og við einum færri síðustu 20 sek fyrrihálfleiks og næstu 1,40 í seinnihálfleik. Í Seinni hálfleik byrjuðu fh-ingar betur og skoruðu fyrsta markið og staðan þá orðin 15-11. Eftir það fórum við í gang og jöfnuðum leikinn 17-17 og eftir það litum við ekki til baka og unnum baráttu sigur 29-26.

Það er erfitt að taka einhvern ein út í þessum leik því menn spiluðu sem lið og það var ástæðan fyrir sigri í dag. Verð þó að hrósa Pétri Páls fyrir góða baráttu bæði í vörn og sókn. Hann er peturklárlega að bæta sig með hverjum leiknum sem líður. 

Markahæstu menn hjá okkur voru Björgvin og Freyr með 8 mörk hvor, Sigurbergur 7, Pétur 2, Einar Örn 2, Guðmundur 1 og Elías 1. 

Birkir varði vel og tók nokkra bolta á mikilvægum augnarblikum. Hann varði um 15 bolta.


mbl.is Haukar á toppinn eftir sigur í Hafnarfjarðarslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt peyjar , bjóstu ekki við neinu öðru en sigri ;O)

KKK (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband