22.10.2009 | 23:46
Sigur í Safamýrinni
Það kom aldrei annað til greina en að fara með 2 stig í kvöld, þó svo að við hefðum farið fjallabaksleiðina að sigri. Við byrjuðum ágætlega og leiddum leikinn í upphafi leiks. Vörnin var ekki nógu stöðug en við fengum þó slatta af hraðupphlaupsmörkum og mörkum úr öðru tempói. Skotnýting hjá leikmönnum var mjög góð í fyrrihálfleik og var það sem gaf okkur 4 marka forskot þegar flautað var til leikhlés 19-15.
Í seinni hálfleik byrjuðum við mjög illa og vorum ekki á tánum. Þeir jöfnuðu leikinn í stöðunni 23-23. Þeir héldu svo áfram að þjarma að okkur og var einungis einn leikmaður sem var með öll ljós kveikt og það var Stefán Rafn. Hann nýtti sjénsin sinn mjög vel í kvöld og átti flotta innkomu. Þegar um 7 mín voru eftir og þeir þrem mörkum yfir 28-25 skoraði Beggi 26 markið en fékk dúndur högg í höfuðið frá honum Magnúsi í liði Fram. Þessi fólskulega árás varð til þess að menn vöknuðu og fóru að vera á tánum í vörninni. Við jöfnuðum leikinn 32-32 og komumst yfir 33-32. Framarar klúðruðu víti og við skoruðum í bakið á þeim. Lokatölur urðu svo 34-32 okkur í vil. Fínn sigur en við getum ekki leyft liðum að skora yfir 30 mörk á okkur. Vörnin verður að vera betri og markvarslan var lítil í kjölfarið. Það jákvæða var að sóknin var heilt yfir góð.
Markaskor: Beggi 10, Stebbi 5, Freyr 4, Bjöggi 4, Gummi 3, Elli 3, Pétur 2, Einar 2, Tjörvi 1.
Birkir varði 7 og Aron 4.
Nú tekur við tveggja vikna pása vegna æfinga hjá landsliðinu. Næsti leikur okkar í deild er svo gegn fh að Ásvöllum.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Við áttum að gera meira af þessu
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
- Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
- Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
- Valsmenn sigldu fram úr í lokin
Athugasemdir
er Plokkfiskurinn ekkert að grínast með þessa eyrnalokka ? er hann með þetta standard allan daginn ?
ja ef satt reynist þá er hann gott efni í úrvalsháseta á fjölveiðiskútunni hans Vitta Helga
KKK (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:54
Bíddu er Stebbi kominn úr skápnum!!!, hvað er málið með þetta útlit
Arnar Jón (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 18:32
Já Kári minn þetta er orðin standardinn þessa dagana hjá Plokkaranum.
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013, 31.10.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.