17.10.2009 | 23:22
Öruggur sigur á Pólsku meisturunum.
Það má segja að leikurinn í kvöld hafi aldrei orðið spennandi enda vorum við haukamenn magnaðir, bæði í vörn og sókn. Við byrjuðum í 3-2-1 vörn og spiluðum hana eins og best gerist. Wisla Plock skoruðu fyrsta mark leiksins en svo ekki söguna meir. Við komumst í 5-1 og svo 9-3 þegar þeir tóku sitt leikhlé. Ekki batnaði leikur þeirra við það og við héldum áfram að þjarma að þeim með fanta vörn og hraðupphlaupum. Staðan í hálfleik var 17-6 okkur í vil. Hver hefði trúað því fyrir leik. Í seinni hálfleik héldum við áfram okkar leik og mest fór munurinn í 13 marka forustu. Leikurinn endaði svo 29-21 og unnum við því leikina 2 samanlagt 57-51.
Markaskor: Beggi 8, Bjöggi 7, Elli 5, Freyr 3, Tjörvi 2, Gummi 2, Gunnar Berg 1, Stefán Plokk 1.
Birkir varði 11 og Aron 1.
Það eina neikvæða við að komast áfram í þessari keppni er að það er einn á móti 15 að við mætum Zaparochia frá Úkraínu. VIð mættum þeim í meistaradeildinni síðastliðin vetur og ferðin út til Úkraínu var sú alversta sem við haukamenn höfum lent í og viljum við fyrir alla muni ekki fara þangað aftur.
Næsti leikur hjá okkur er gegn Fram á fimmtudaginn í Safamýrinni.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.