12.10.2009 | 09:33
Póllandsferð
Þá erum við mættir á klakann aftur eftir fína ferð til Póllands. VIð lögðum af stað um 15 leitið á föstudaginn út eftir að hafa tekið æfingu um morguninn. Flogið var beint til Warsjá og þaðan þurftum við svo að keyra í 2 tíma til að komast til borgarinnar Plock. Leikurinn var svo á laugardeginum kl.18 á staðartíma. Stemningin var rosaleg í þessari litlu höll og það var stappað af áhorfendum. Þetta er svipuð höll og KA menn eru með. Við spiluðum 3-2-1 vörn i þessum leik og gekk hún nokkuð vel. Í upphafi vorum við full staðir og þeir byrjuðu leikinn betur. Við komumst svo fljólega inn í leikinn og staðan var nokkuð jöfn framan af. Staðan var svo 15-12 þeim í vil í háfleik. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og við byrjuðum leikinn af miklum krafti og komumst yfir 16-15. Þeir komust svo yfir 19-17 en við bitum frá okkur aftur og komumst yfir 22-21. Þegar þarna kom við sögu misstum við mann útaf í 2 mín og þeir gengu á lagið. Þegar um 7 mín voru eftir var staðan 24-22 fyrir þá. Þeir héldu þessari forustu til loka en við minnkuðum muninn í 2 mörk með víti í lok leiks. Það voru allir að eiga flottan leik og spiluðum við sem ein heild. Markahæstu menn voru: Beggi 10, Bjöggi 5, Pétur 4, Elli 3, Freyr 2, Einar 2, Gummi 1, Heimir 1. Birkir stóð í rammanum og varði einhvern slatta.
Næsti leikur hjá okkur er Akureyri heima á miðvikudaginn. Wisla Plock mæta svo í heimsókn í seinni leikinn á laugardaginn.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Arsenal Nottingham F. kl. 15, bein lýsing
- Leikjum á Englandi frestað vegna veðurs
- Vilja minnka framlag til kvennaknattspyrnunnar
- Vill leikmenn eins og Roy Keane
- Bar Rodri saman við Messi
- Kane sló met Haalands
- Benoný á leið til Englands?
- Bretinn á ráspól í Las Vegas
- Giannis fór á kostum - Stórleikur Jókersins dugði ekki
- Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi par excellence
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.