Póllandsferð

SIgurbergur SveinssonÞá erum við mættir á klakann aftur eftir fína ferð til Póllands. VIð lögðum af stað um 15 leitið á föstudaginn út eftir að hafa tekið æfingu um morguninn. Flogið var beint til Warsjá og þaðan þurftum við svo að keyra í 2 tíma til að komast til borgarinnar Plock. Leikurinn var svo á laugardeginum kl.18 á staðartíma. Stemningin var rosaleg í þessari litlu höll og það var stappað af áhorfendum. Þetta er svipuð höll og KA menn eru með. Við spiluðum 3-2-1 vörn i þessum leik og gekk hún nokkuð vel. Í upphafi Pétur Pálssonvorum við full staðir og þeir byrjuðu leikinn betur. Við komumst svo fljólega inn í leikinn og staðan var nokkuð jöfn framan af. Staðan var svo 15-12 þeim í vil í háfleik. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og við byrjuðum leikinn af miklum krafti og komumst yfir 16-15. Þeir komust svo yfir 19-17 en við bitum frá okkur aftur og komumst yfir 22-21. Þegar þarna kom við sögu misstum við mann útaf í 2 mín og þeir gengu á lagið. Þegar um 7 mín voru eftir var staðan 24-22 fyrir þá. Þeir héldu þessari forustu til loka en við minnkuðum muninn í 2 mörk með víti í lok leiks. Það voru allir að eiga flottan leik og spiluðum við sem ein heild. Markahæstu menn voru: Beggi 10, Bjöggi 5, Pétur  4, Elli 3, Freyr 2, Einar 2, Gummi 1, Heimir 1. Birkir stóð í rammanum og varði einhvern slatta.

Næsti leikur hjá okkur er Akureyri heima á miðvikudaginn. Wisla Plock mæta svo í heimsókn í seinni leikinn á laugardaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband