"Sigur" í fyrsta leik

birkir ivarÍ gær fórum við í heimsókn til Stjörnumanna, þar tókum við með okkur 2 stig og ekkert meira. Fyrri hálfleikur byrjaði rólega og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir einhverjar 5 mín leik. Jafnt var í upphafi en við náðum í  lok fyrrihálfleiks 2 marka forskoti sem við héldum í hálfleik. Staðan 11-9 okkur í vil. Öllu jafnan er skorað meira í seinni hálfleik en þeim fyrri. Í gær var seinni hálfleikur arfaslakur og það að skora aðeins 6 mörk er gjörsamlega fáránlega lélegt. Enn Stjörnumenn voru ennþá verri en við og við sigruðum leikinn, sem verður að teljast það eina jákvæða í þessum leik. Eini maðurinn sem var að spila vel var Birkir Ívar. Hann reddaði liðinu í lok leiks þegar Stjörnumenn gerðu atlögu að því að jafna leikinn. 2 stig fengust í gær og þegar á botnin er hvolft þá er sigur alltaf sigur, hvernig svo sem hann vinnst.

Næsta verkefni hjá okkur Haukamönnum er Póllands ferð þar sem við spilum við liðið Wisla plok. Það verður spennandi að spila við þetta lið en þeir eru mjög sterkir og með skemmtilegan heimavöll. Einnig verður fróðlegt að sjá hvernig hótel við fáum, en samkvæmt áræðanlegum heimildum þá eru einungis 5 stjörnu hótel með klósetti. Önnur hótel eru bara með gati í gólfinu!!!!!

Kv. FB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband