27.9.2009 | 09:43
FH-ingar sigraðir
Það má alltaf búast við hörkuleik og mikilli baráttu þegar hafnarfjarðarliðin Haukar og FH mætast. Það var engin undanteknin heldur í leiknum í gær. FH byrjaði betur og leiddu fyrstu mínútur leiksins en í stöðunni 8-5 þeim í vil fórum við Haukarnir í gang, enda ekki hægt að láta FH vera með forustu. Við skoruðum 5 í röð eftir að við breyttum í ská 5+1 vörn og komust í 10-8 og svo var staðan 12-10 í hálfleik. Í seinni hálfleik byrjuðum við betur og komumst í 13-10 og svo 24-19 en það var mesti munurinn á liðunum í leiknum. FH minnkuðu muninn og var staðan þegar innan við mín var eftir var 26-23. Við þurftum að vinna leikinn með 5 mörkum ef við ætluðum að sigra í mótinu en því miður náðist það ekki. Valsmenn unnu mótið á fleiri mörkum skoruðum í mótinu. En sigurinn gegn FH er og verður alltaf góð sárabót.
Tveir sigrar og eitt jafntefli var því staðreynd í þessu flotta móti. Í lok móts var svo valið í úrvalslið mótsins og áttum við Haukamenn aðeins einn mann en Birkir Ívar var markmaður mótsins. Akureyri átti 2, Valur 2 og FH 2.
Valur endaði með 5 stig ásamt okkur og markatalan var sú sama. Þeir voru bara með fleiri mörk skoruð. Akureyri var í 3.sæti með 2 stig og FH rak lestina með 0 stig.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.